Það var hrint mér í frímínútunum??????????

Það var hrint mér í frímínútunum í dag? Það var sagt mér í gær? Það var keyrt mér þangað í gær? Það var spurt mig í morgun? Allt eru þetta setningar sem ég hef heyrt, einkum úr munni krakka eða unglinga. Ég vil spyrja ykkur að því hvort þetta muni hugsanlega festast í málinu og líka hvort þeir hafi eitthvað til síns máls? Eins langar mig að spyrja ykkur hvort þið hafið tekið eftir að oft er eins og e sé að breytast í a, í talmáli. Dæmi: Venjulegt verður Vanjulegt. Blettur verður blattur.Kannski er þetta ekki svona sterkt en greinileg tilhneiging í þessa átt. Þetta má oft heyra t.d. í sjónvarpi.Sendið þið mér endilega ykkar skoðun á þessu elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem pirrar mig mest af öllu þessu nýja dóti er .....

..þetta nýja líffæri, "pirrurnar" , ég er nú ekki gamall (35) en sumt fer í taugarnar á mér, EKKI pirrurnar

Böðvar (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já Böðvar, það er urmull af þvílíku í málinu. Þó það sé ekki sambærilegt fer í taugarnar á mér, þessi mjög svo algenga málvilla, jafnt hjá ungum sem öldnum að: "uppgögva" hlutina og að "slökka" ljósið. Bara dæmi.

Bergur Thorberg, 3.8.2007 kl. 00:27

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já ég held að þetta sé komið til að vera. Málfræðingar hafa verið að rannsaka fyrirbærið sem er kallað hin nýja þolmynd. Ég held að  þetta sé orðið of algengt til þess að hægt sé að snúa því við.

Hitt sem þú  nefnir um að e verði a hef ég ekki heyrt enda bý ég ekki á Íslandi en ég hef trú á að það sé frekar að e sé að verða það sem kallast schwa. Schwa er hljóð sem er ekki til íslenska hljóðkerfinu en er mjög algengt í ensku. Það þýðir í raun að talfærin öll, tunga, gómur, úfur, eru öll í hlutlausri stöðu eins og við værum að anda með opinn munnin, nema hvað við búum til hljóð. Þetta er ekki ósvipað a og eðlilegt að þú heyrir það sem slíkt, en a í íslensku er búið til með því að láta kjálkana síga, auk þess sem a er baklægt hljóð og e er framlægt. Það er mjög sjaldgæft að hljóð breytist í tveimur gildum (opnun og baklægni) og það er þess vegna sem mér finnst líklegr að e komu út sem schwa en ekki sem a. Annars veit ég auðvitað ekkert um þetta þar sem ég hef ekki heyrt það sjálf. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband