Vinstri hægri snú

Tók leigubíl um daginn á ákveðinn stað hér í borginni og var svona nokkurn veginn viss um hvar var en hafði gleymt heimilisfanginu og leigubílstjórinn þekkti það ekki heldur.Sat ég í aftursætinu og stjórnaði ferðinni."Beint áfram hér, svo til hægri, beint áfram, hér til vinstri, beygja til hægri, nei til vinstri, svo til hægri, beint áfram, til vinstri, mitt á milli þarna beint framundan, svo í hring þarna, og út til hægri, og aftur til hægri, sérðu kröppu beygjuna þarna beint framundan, þar niður og til vinstri og rólega hérna, já til hægri, já já nú kannast ég við mig, nú er bara að hálfbeygja hér til vinstri og svo framhjá hvíta húsinu þarna og þar til hægri, þá erum við komnir"."Nei annars við erum komnir of langt. Snúðu við og næst til hægri, þá erum við komnir". Þá rann það upp fyrir mér að ég var ekki staddur í neinum fjandans leigubíl. Ég var á kafi í íslenskri pólitík. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Varst þú ekki staddur á árshátíð Samfylkingarinnar?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

P.s. Ég á tvær myndir eftir þig og þær eru báðar í uppáhaldi.

Karl Tómasson, 3.8.2007 kl. 18:00

2 identicon

Þakka þér fyrir Kalli minn.Nú eru myndirnar allar á striga, alveg upp í 2-3 metra. Og allt á hvolfi. Ég fylgist með þér úr fjarlægð. En hvar ég var staddur, það verður að koma í ljós þegar ég þroskast og aldurinn færist yfir. Ertu ekki eitthvað að mússísera? Ef svo er, væri gaman að fylgjast með því.

Bestu kveðjur

Bergur Thorber (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband