Lífshættulegt að bera út Morgunblaðið!!

Það er líshættulegt að bera út Morgunblaðið.  Fyrir nokkrum dögum var dóttir mín að bera út Blaðið og Morgunblaðið í 101. Var hún að ganga yfir götu, kl. var á milli sex og hálfsjö, þegar bíll kemur á ofsahraða og náði hann að keyra yfir tærnar á vinstri fæti hennar. Það munaði svo sannarlega ekki miklu að hún yrði undir bílnum. Hún var í algeru sjokki og náði þar af leiðandi ekki bílnúmerinu. Guði sé lof fyrir að þarna fór ekki verr. Bílstjórinn hlýtur að hafa tekið eftir þessu en eiginhagsmunir hans hljóta að hafa verið í fyrirrúmi hjá honum. Annars er orðið áberandi hversu margt fólk er á vappi svona snemma morguns, einkum um helgar, í mismunandi ásigkomulagi. Hefur hún oftar en ekki þurft að forða sér undan blindfullum köllum og kellingum sem ennþá hafa ekki fengið nóg af nætursvallinu. Fólk hefur ekki orðið neinn áhuga á að vera inni á börunum sem ennþá eru opnir, því allir eru úti að reykja. Félagslega er það bæði gott og vont, fólk sem aldrei annars myndi hittast, nær saman í reykingahópnum en það getur líka slest upp á vinskapinn all illilega. Íslenska þjóðin er um margt undarleg þjóð. Þegar aðrar þjóðir sofa vært, enda búnar að sinna félagslega þættinum daginn áður með því að hittast á kaffihúsum eða á götum úti, þá eigum við Íslendingar eftir allan pakkann og sumir eru að fram á morgun. En við erum nú líka þekkt fyrir það að snúa sólarhringnum við og mæta svo drulluþreytt í vinnuna, hálfsofandi við stýrið og afköstin í vinnunni eftir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband