Will Hive survive and be alive after we arrive?

Mikið er ég sammála bloggvinkonu minni Jennýu Önnu Baldursdóttur í blogginu hennar um SÍMAFYRIRTÆKIÐ. Ég nýti mér nefnilega þjónustu eða öllu heldur vanþjónustu þessa sama fyrirtækis og hef lent í ýmsum hremmingum hvað þá skortþjónustu varðar. Heimilissíminn var meira og minna out heilan mánuð, eða ég heyrði í viðmælanda mínum en hann ekki í mér. Gott fyrir hann að vísu en ekki fyrir mig. Það væri of langt mál að fara út í alla þá varíanta sem voru á þessari finnstekkiþjónustu og ég sleppi ykkur við það. Kannski er það tregðulögmálið sem veldur því að ég er ekki búinn að troða routernum upp í............................  en þetta er komið lengra en upp í kokið. Nú er það staðsett í kjaftinum og hluti af gremjunni lekur út í bloggheima. Alltaf sama svarið. Kipptu routernum úr sambandi og stingdu svo aftur í samband. Þú verður að skipta um router. Við getum ekki komið með hann til þín. Rólegur,rólegur vinur.................. Við getum ekkert að þessu gert talaðu við orkuveituna(Ljósleiðari). Já já en ég er nú svo dipló þannig að ég hef nú getað sofið og síminn virkar nú nokkuð eðlilega nú um stundir. Kannski ættum við Jenný bara að kalla út bloggherinn og þá er að sjá hvort: Hive will survive and be alive after we arrive?

Ps. Minni á verðlaunasamkeppnina á kaffi.blog.is      Glæsileg verðlaun í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Get Hived.

Þetta er engin amma hennar Rauðhettu.  Ég er búinn að prófa margt af þessu dóti.  Var að sjálfsögðu í hinum einokaða Landssíma (Pósti og síma) áður. 

Eftir að ég kom hér í Kópavoginn var Íslandssími í boði og ákvað ég að slá til.  Það gekk stóráfallalaust enda á þeim tíma þegar 56k tenging var bara brilliant.  En síðar var það eitthvað annað sem minni rekur ekki til.  Næst var það Voda.  Það var bara allt í lagi - en ekki ánægður með þjónustuna.  Þá tók við Hringiðan og síminn hjá Símanum.  Það gekk fínt nema ég fékk router sem var drasl.  Þá kom það til að Hive hringdi og bauð þetta með þráðlausu og símann innifalinn.  Þar sem fyrir kemur að við hringjum til nágrannalanda er þetta mjög ódýrt - Hive er með alveg ágæta þjónustu á sitt (og það var Hringiðan líka, en ekki með símann inni). 

Mæli hiklaust með þessu.  Enn sem komið er að minnsta kosti.  Ef þetta gengur ekki er það bara að berjast fyrir einokun aftur á hendi ríkis og sparka kaupfélaginu og sambandinu aftur í gang.

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 8.8.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Bergur Thorberg

O,O, ekki tala um gamla góða kaupfélagið mitt, sem tók alla peningana hans pabba. Þá fer ég að gráta.

Bestur kveðjur,

Bergur Thorberg, 8.8.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband