Dragdrottningin og doktorinn

Dragdrottningin mín þurfti að fara til læknis í vikunni. Ég hitti hana í gær og tjáði hún mér að hún hefði verið í þvílíku kvíðakasti alla vikuna út af heimsókninni. "Ég vissi ekki hverju ég ætti að ljúga að lækninum, hann er líka svo góður kall þannig að ég ákvað bara að segja honum sannleikann. Veistu að það er Gay Pride um næstu helgi sko og ég get ekki verið blönk"? Hvert erindið var við doksa læt ég ógetið hér en drottningin ljómaði öll og telur nú niður dagana til laugardagsins, The Gay Pride day. Svo eitthvað hefur Doksi gert fyrir hana.

Ps. Minni á hagyrðingakeppnina á kaffi.blog.is    Glæsileg verðlaun í boði. 12 dagar til stefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvert sendir maður inn ljóðin Bergur? Ég kemst einhvern veginn hvorki lönd né strönd þó ég fari á kaffi.blogg.is.......nema bara aftur hingað?? Rennur fresturinn út 20. ágúst??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband