Ferhyrndi ferskeytlu og margskeytlupotturinn frá Limrum.

Þetta barst í gær. Nú verður fólk að taka sig á og yrkja nokkrar mergjaðar. Frestur rennur út á mánudagskvöld. Glæsileg verðlaun.

 

 

Kaffi, Karl minn vinur

kokhraustur alltaf drekkur.

Drukkinn dauður hrynur

aldrei sam'á hvað dynur.

og......

Því bænin svo heit
brennandi biður um líkn þína Móðir
Á krossgötum stendur þar rennandi á
kitlar þar ókunnar strendur
Stattu þar einn og horfðu þar á
fegurstu ljóðlínur heims
er á heljarþröm stendur
og bíður þess eins að þú vaknir
og þvoir þínar hendur.

*Því hjá þér vil ég vera í ljósinu bjarta*
*það veit ég svo vel *
*og þekki í mínu hjarta.*
*Á jörðinni bíð ég í myrkrinu svarta*
*og segi við þig....*
*"Ég er ekki að kvarta*
*en mig langar svo heim"*

 og.........

 

Hróður eflir magran mann,

miðlungsljóðið skjallar.

Góður smiður verkið vann,

varla finnast gallar.



  (Og afturábak:)

Gallar finnast, varla vann

verkið smiður góður.

Skjallar ljóðið miðlungsmann,

magran eflir hróður.





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kaffisull á öllu sést

svínar dúka ferlega. 

Bergi Thorberg tek ég best.

Tel hann sulla fallega.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.8.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband