Úrslit í ferskeytlu og limrukeppni og af annarri menningu.

Sæl elskurnar mínar allar þarna úti. Ég hef verið í mikilli vinnutörn í málverkinu (í kaffi) með sýningar víða innanlands og úti í heimi. Og svo smá spennufall og frí á eftir. Ég bið ykkur afsökunar á biðinni eftir úrslitum í ljóðakeppninni en ég mun tilkynna þau þriðjudaginn 4. september nk. Verðlaununum verður svo komið til skila eftir nánari samkomulagi við handhafa þeirra. Sjálfur fékk ég mikið hrós frá Hákoni Aðalsteinssyni, hagyrðingi og snillingi af guðs náð, þegar ég var með sýningu og smá spilerí á Ormsteiti sl. helgi. Svo kvað hann auðvitað til mín nokkrar stökur. Ég held nú samt að skáldið hafi verið svo tendrað og upprifið af hinni mjög svo glæsilegu menningarhátíð þeirra Austlendinga, að því hafi vart verið sjálfrátt, er það viðhafði þau orð. En sem sagt, úrslit kunngerð eftir 2 daga. Sá sem bíður eftir einhverju góðu, hann bíður sjaldan of lengi!!!  Nú segi ég bara við sjálfan mig: Áfram með bloggið þitt drengur!! NB. Það þarf ekkert lykilorð til að skoða bloggið mitt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband