Troðinn undir við Bæjarins Bestu

Hér átti að koma mynd af Madonnu en hún kemur vonandi á morgun ef hlutirnir virka hjá mér í tölvunni. Djös vesen mar. Þessi mynd er máluð þegar ég tróðst undir í 70 ára afmæli Bæjarins Bestu fyrir stuttu. Pylsa og kók kostuðu heilar tuttugu krónur og hin skítblanka íslenska þjóð lét sig ekki vanta. Ég held að Dabbi hafi ekki komist í mat þann daginn því röðin blokkeraði dyr Bleðlabankans allan þann dag. Ef þið viljið sjá myndina betur, snúið þá skjánum á hlið. Og segiði mér endilega ef þið þekkið einhvern á myndinni.

Crowded on Pin street

Thorberg 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist ég þekkja mig þarna um miðbikið með kók í bauk.  Minni þó helst á steiktan lauk.  Ég held þarna á servíettu eða blaði, baðaður í remúlaði. Þekkist á hárinu ljósu klepruðu í tómatsósu. Er þarna aftan við Höllu sem heldur á einni með öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: www.zordis.com

Glæsileg mynd ... virkilega skemmtilegar hjá þér!

www.zordis.com, 14.9.2007 kl. 07:41

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Jón minn, sjálfur er ég ekki í mynd, og er það eiginlega algjör synd. Ég ligg og mála á kaldri götunni, bíðandi eftir Þorláki og skötunni. Pylsa og kók er ei fyrir mig, Þú sérð nú hvernig það fer með þig. Þú minnir á lauk sem í sósu baðar, sárt að það kvenfólkið ei að þér laðar. En Halla hún sporðrennir tveimur í einu, ó Jesús minn góður, hún er ekki í neinu.

Zordis.....Þú spillir mér með lofi...... Þínar eru líka góðar.

Bergur Thorberg, 14.9.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband