Öskukallarnir mínir og ég

Ég sló öskuköllunum mínum við í morgun. Þeir eru vanir að vekja mig á mánudagsmorgnum milli 7.oo og 7.30, en í morgun vaknaði ég alveg hreint bara sjálfur!!! kl. 7.oo. Kraftaverk!!! Mér þykir vænt um öskukallana mína, þeir vinna vinnuna sína hratt og örugglega og ég er ekki viss um að vinnan sem þeir inna af hendi sé alltaf metin af verðleikum. Það er ekkert smá drasl sem fellur undan okkur elskurnar mínar og ekki alltaf vel þefjandi. Ekki síst eftir helgarnar. Sjálfur bý ég í miðbænum og ég hef séð þá týna upp glerbrot og annað miðbæjarhelgardrasl í leiðinni sem vart getur talist í þeirra verkahring. Lengi lifi öskukallarnir sem hreinsa til eftir okkur hin og oftast er ekki vanþörf á!!!! Hér sitjum við hjónin og njótum morgunkaffisins í ró og næði og helgardraslið á leið upp í Sorpu. Dagurinn í dag gæti orðið besti dagurinn í lífi okkar, ef við notum hann rétt.
Thorberg 2006

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband