Sorgardagur á White Heart Lane

Þær sorgarfréttir berast frá White Heart Lane í Lundúnum að Martin Jol hafi verið rekinn frá Tottenham í dag. Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins undanfarið er ég sannfærður um að honum hefði tekist að snúa gengi liðsins við. En peningamennirnir bíða ekki endalaust og er það engin ný saga. Það sorglegasta við þetta allt er að stjórn félagsins hefur bæði leynt og ljóst farið á bak við Martin Jol um langa hríð og skapað mikinn óróleika innan félagsins, þrátt fyrir massífan stuðning leikmanna og áhangenda við þjálfara sinn, og þannig gert honum mjög erfitt fyrir í starfi sínu. Á sama tíma hefur stjórnin verið að þreifa fyrir sér með sölu á félaginu og hefur það ekki farið leynt. Stjórnin ætti að segja af sér, taka pokann sinn og skammast sín. Vonandi verða eigendaskipti á félaginu innan skamms og að þar komi heiðarlegt fólk til skjalanna. Martin Jol þarf ekki að skammast sín, honum var hreinlega gert ókleift að sinna starfi sínu sem hann hefur sinnt með sóma sl. tvær leiktíðir. But money talks, money rules and money sacks. Levy og Commoli: Skammist ykkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband