Hvað er í gangi mín elskulega þjóð?

Fór í Sundhöll Reykjavíkur í gær eins og ég geri flesta daga þegar ég er hér heima. Ekki í frásögur færandi svo sem. Ég hafði lokið við að klæða mig en uppgötvaði þá að ég hafði gleymt sundbuxunum í sturtuklefanum. Ég lagði frá mér sundpokann í klefanum og skrapp inn og náði í þær. Það tók svona hálfa mínútu. Þegar ég kom til baka þá var pokinn horfinn!! Svo sem enginn sérstök verðmæti í honum en samt!!!! Leitað var um allt en allt kom fyrir ekki. Hver leggur á sig að stela sundlaugapoka? það var ekki eins og þetta væri einhver glæsipoki. Venjulegur innkaupapoki úr Bónus!!! Ma bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ég hlýt að hafa verið vaktaður!!Sundlaugaverðirnir segja að þetta sé nánast daglegur viðburður. Það er kannski hægt að losna við þetta í Kolaportinu, hver veit. Þetta snyrtidót hefur verið notað af Bergi Thorberg sjálfum. Hlýtur að fást formúa fyrir það! Þið látið mig vita ef þið rekist á El'vital, vaxdós, deodorant og hárbursta. Fundarlaunum heitið. Daginn áður hafði ég keypt úldinn reyktan fisk í Bónus( vonandi einsdæmi), og þar fór kvöldmaturinn fyrir lítið. Þurfti að fara á slysavaktina í dag en það reyndist nú ekki alvarlegt. Ég ætla að fara mjög varlega allan morgundaginn.(Fullreynt í fjórða)!!!!!!!! Lambahryggurinn í dag var hreint lostæti.(Ekki keyptur í Bónus)!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband