7 daga reykbindindi- Bréf til mín

Ég er búinn að reykja allt of lengi. Ég hef oft tekið pásu en aldrei lengur en 8 mánuði. Og þá einhvern veginn á hnefanum. Ég reykti aldrei meir en þegar ég var að vinna, sérstaklega í málverkinu. Það brunnu að vísu margir naglarnir upp án þess að ég reykti þá, en samt. Þegar ég var farinn að finna reykinn sogast niður í æðarnar í fótunum, með tilheyrandi sársauka og þeir voru farnir að bólgna, þá sagði ég við sjálfan mig: Nú er komið nóg Thorberg. Nú er mál að linni. Ef það tekur um það bil 10 mínútur að reykja eina sígarettu þá eyddi ég að minnsta kosti rúmlega þremur klukkutímum á dag, önnum kafinn við sogið, með tilheyrandi vanlíðan og sóðaskap. Alltaf að detta úr fókus við að tendra í rettu og það bitnaði á vinnuafköstunum. Núna dreg ég lífsandann af áfergju og afköstin aukast dag frá degi. Auðvitað veit ég að ég er ekki alveg sloppinn en er á meðan er. Og... ég finn ekki fyrir neinum fráhvörfum! Ég er ekki að predika yfir öðrum. Þetta geri ég fyrst og fremst fyrir mig og hef aldrei verið eins staðráðinn í að standa mig eins og nú. Og ekki á hnefanum. Mér líður einfaldlega svo miklu, miklu betur og er farinn að skoppa um í 101 eins og kálfur að vori. Besta leiðin til að ná upp til stjarnanna er einfaldlega að standa báðum fótum á jörðinni og viðurkenna bresti sína í von um betra og heilbrigðara líf. Áfram nú Thorberg. Ég stend með þér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband