Meiddu manninn passlega mikið, þá sleppurðu

Ráðist var á mann í sumarbústað kl. þrjú í nótt. Svo sem engin ný saga. Gætu verið höfuðborgarbúar á ferð. Hver veit. Það sem vakti athygli mína var að tekið er fram í fréttinni að lögregla geti kært árásarmanninn ef meiðsli fórnarlambsins reynist alvarleg!!!!!!! Það má semsagt ráðast á mann og sleppa við kæru frá lögreglunni ef meiðsl eru ekki alvarleg!!! Hver á að dæma um hversu alvarleg meiðsl eru? Andleg eða líkamleg. Er til einhver lögskipaður mælikvarði þar um? Í mínum huga er alltaf alvarlegt þegar maður ræðst á annan. Skilaboðin mega ekki vera sú að ef þú meiðir passlega mikið, þá sleppurðu.

Ó nei, minn kæri.


mbl.is Líkamsárás í sumarbústað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Það er einnig þannig að það virðist oft þykja mun alvarlegri meiðsl og árás ef hún beinist að ókunnugum eða kunnugum heldur en ef hún beinist til dæmis gagnvart eiginkonu eða sambýliskonu.  Hví er ofbeldi ekki dæmt jafn alvarlegt sé því beint að fjölskyldumeðlimi og einhverjum öðrum úti í bæ??

Ekki það að ofbeldi er alltaf alvarlegt sama hver á hlut. 

Dísa Dóra, 4.11.2007 kl. 12:16

2 identicon

Ég sé ekki hvað er athugavert við það þótt lög mæli fyrir um mismunandi meðferð og refsingar eftir því hve alvarlegar afleiðingar líkamsárása eru.  Marblettur er sennilega einhver minnsta afleiðing líkamsárásar en andlát sú alvarlegasta.  Ég tel fráleitt að meðhöndla á sama hátt líkamsárásir sem hefðu þessar tvær afleiðingar. 

Ég held að það sé ekki hægt að finna orðum Dísu Dóru stuðning í dómafordæmum.  Ef hægt er að finna einhvern mun á meðferð ofbeldismála þá tel ég að mun frekar sé litið til aðdraganda árásarinnar, það er atburða sem fóru á undan henni, heldur en hvort árásarþoli er ókunnugur eða ekki.  Og sannarlega er ekkert athugavert við það að telja það alvarlegt ef menn ráðast að óvörum á ókunnuga. 

Það er semsagt, að ég tel, frekar atburðarrásin í aðdraganda árásarinnar, og aðstæður allar, sem ráða því hve refsingin er hörð en ekki hvort árásarmaðurinn þekkti fórnarlambið eða var maki þess eða sambýlingur.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég bendi á að í fréttinni er sagt að lögregla geti kært ef líkamsárásin er alvarleg. En spurningin er ennþá þessi. Hvar liggja mörkin? Sjálfur var ég buffaður á Laugaveginum á þriðjudagskvöldi fyrir nokkrum árum algerlega að tilefnislausu og endaði með sex brotin rifbein, blóð og vatn í lungum og skurði eftir rakvélablað um allan kropinn og að sjálfsögðu rændur. Árásarmennirnir voru þrír og náðust tveir á hlaupum. Málið endaði með að þeir voru dæmdir í 80.000.- kr. sekt til ríkissjóðs!!!!!! Sjálfur sat ég eftir óbættur með mín líkamlegu og andlegu mein. Lögreglan spurði mig reyndar hvort ég væri viss um að ég vildi kæra það væru ekki allir sem þyrðu það og líklega ekkert út úr því að hafa, eins og þeir orðuðu það. Shit, shit. Shit. 

Bergur Thorberg, 4.11.2007 kl. 14:34

4 identicon

gaur ertu ekki að djóka eða ertu svona vitlaus????

ef að hann slasast ekki alvarlega þá kærir hann bara sjálfur, en ef að hann er það slasaður að henn er ekki fær um að kæra þá gerir löggan það!!!!!

hvað er að því????????

Eyþór (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Eyþór! Hvar liggja mörkin? Þú ert ekki að tala um sama hlut og ég. En fyrir alla muni hrærðu bara í þínum grautarhaus svo ekkert brenni við.

Bergur Thorberg, 4.11.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Dísa Dóra

Hreiðar ég bendi þér á að lesa greinar eins og til dæmis þessa hér: http://www.kvennaathvarf.is/frettir/nr/145

Taktu sérstaklega eftir síðustu orðunum í greininni. 

Hér er önnur mjög góð grein sem segir frá til dæmis þeirri staðreynd að hingað til hafa ekki verið til lög sem taka á heimilisofbeldi:  http://www.kvennaathvarf.is/frettir/nr/111

Hér er einnig ein grein sem fjallar um þessi mál:  http://www.kvennaathvarf.is/frettir/nr/97

Dísa Dóra, 4.11.2007 kl. 17:47

7 identicon

æ-i þú ert ágætur! haha.... en elska myndirnar þínar samt sem áður :)

Eyþór (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 17:57

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk Eyþór. Ég held að þú sért ágætur líka.Dísa Dóra. Ég ætla að kíkja á greinarnar.Nokkuð til í þessu Hreiðar.

Bergur Thorberg, 4.11.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband