Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum er síendurtekin frétt. Leyfður hámarkshraði er 70km/klst og mældist meðalhraði lögbrjótanna 83km/klst, svo sem ekki mikið yfir leyfilegum hraða. Mælingin fór fram frá miðvikudegi til föstudags í sl. viku. Má kannski til sannsvegar færa að hættulegra sé að vera alltaf að fylgjast með hraðamælinum en að aka 10 km of hratt. Fróðlegt væri líka að fá uppgefið hlutfallið milli þeirra sem eru á leiðinni út á land og þeirra sem eru að flýta sér í bæinn. Hvort liggur mönnum meira á í sveitasæluna eða í stórborgina Reykjavík? Á hvaða tímum sólarhringsins eru lögbrotin flest? Fréttin segir manni ekki svo mikið nema nákvæmari uppl. berist. Svör óskast.
mbl.is 142 óku of hratt um Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband