Orkuveituallsnægtarborðið svignar af kræsingum

Orkuveita Reykjavíkur er ekki stofnun. OR er sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga. Upplýsingalög gilda ekki um starfsemi fyrirtækisins. Svo hljómar hinn heilagi texti. Svínin eru jafnari en önnur dýr, eins og Orwell orðaði það. Sauðsvörtum almúganum, sem þó eiga fyrirtækið, varðar ekkert um hvað þessir háu herrar hafa í laun. Enda þola þau ekki dagsljósið. Sama gildir um lágmarkslaunin. Þau þola ekki dagsljósið. Þau eru svo skammarlega lág. Þau eru bara brauðmolar sem hrökkva af kræsingarborðum aðalsins, sem oftar en ekki hefur komist í stöður sínar vegna hollustu við misvitra og spillta stjórnmálamenn. Þau nægja ekki fyrir húsaleigu og mat. Börn fátæka fólksins norpa í kuldanum eins og litla stúlkan með eldspýturnar úr ævintýri H.C Anderssen. Þeirra hlutverk er að selja eldpýtur fyrir lítið en krókna samt í þessu gerspillta þjóðfélagi gulldrengjanna,sem þykjast vera að vinna í almannaþágu. Aftur á móti hef ég ekkert á móti því að fólk njóti góðra launa sem hefur unnið til þess á heiðarlegan hátt. Það sitja bara ekki allir við sama borðið. Allsnægtarborðið.
mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband