Kalli Tomm og Mosfellsbærinn

Vinur minn Kalli Tomm er með skoðanakönnun í gangi á blogginu sínu og spyr hver sé draumastaður fólks. Mosfellsbær hefur þar afgerandi forystu. Gott og blessað. Kannski eru Mosfellingar að styðja sinn mann. Bara gott. Kalli endar bloggið sitt í dag á orðunum: Það er gott að búa í Mosfellsbæ. Kalli minn: Þú verður að hafa þetta aðeins meira krassandi. "Það er gott að búa í Kópavogi". Einhvern tíma höfum við heyrt það áður. Hvað með: Það er magnað að búa í Mosfellsbæ? Eða: Alveg meiriháttar að búa í Mosfellsbæ? Eða: Það er mannbætandi að búa í Mosfellsbæ? Eða : Manneskjan vex í Mosfellsbæ? Eða: Menningin blómstrar í Mosfellsbæ. Svona má lengi halda áfram. Bara svona smáinnlegg. Sjálfur bý ég á Grettisgötunni og "Það er geðveikt að búa á Grettisgötunni"!!!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll meistari Bergur og takk fyrir góðar kveðjur.

Það er magnað að búa í Mosfellsbæ!!!

Ég kaupi það sannarlega.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 8.11.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, ég vissi það. Þú ert alveg magnaður.

Bergur Thorberg, 8.11.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband