Úldinn fiskur breytist í vinskap

Ég sagði frá því á blogginu mínu hérna um daginn Þegar ég lenti í því að kaupa úldinn reyktan fisk í ákveðinni verslun. Þetta var á föstudegi og ákaflega  fúlt að lenda í þessu, þar sem búið var að loka búðinni þegar ég uppgötvaði þetta. Ég ákvað að fara í verslunina eftir helgina og kvarta. Brá mér í sund á laugardeginum og hitti kunningja minn og sagði honum frá þessu. Þú ferð ekkert í verslunina , sagði hann, þú ferð beint í framleiðandann, það hefur alltaf gefist mér betur ef ég hef lent í einhverju svona. Þetta er nú ekki há upphæð, sagði ég. Skiptir ekki máli. Prinsípið, svaraði hann.Ég hringdi svo í framleiðandann eftir helgina sem tók mér ákaflega vel og þakkaði mér fyrir að láta sig vita og sagði mér að koma þegar mér hentaði og hann skyldi bæta mér þetta upp. Ég dreif mig loksins núna fyrir helgina og framleiðandinn beið með fullan kassa af góðgæti handa mér, rauðsprettuflök, fiskbollur og ýsuflök. Hann sagðist hafa farið í verslunina strax og sannreynt það sem ég sagði. Hvers vegna varan var skemmd, var ekki vitað með vissu, en slys gerast. Líklega hafði frost farið af kæli í búðinni. Einhvern veginn gat ég ekki hugsað mér að fara tómhentur og sækja góðgætið, svo maðurinn héldi ekki að væri bara að reyna að fá ókeypis fisk, svo ég greip með mér kaffimynd sem ég átti af manni sem heldur á stórum fiski og ákvað að gera bara einhvers konar vöruskipti við manninn. Hann var mjög ánægður með myndina og ég með fiskinn og hann bauð mér meira að segja í skötuveislu síðar. Allir ánægðir og skildum við hinir mestu mátar. Eigandi fyrirtækisins heitir Finnur og fyrirtækið hans heitir Fiskbúðin okkar og er í Kópavogi. Þetta kalla ég fyrsta flokks viðskiptahætti og ég mun örugglega kaupa hans vörur í framtíðinni. Segið þið svo að úldinn fiskur sé ekki hollur og góður. Hann er a.m.k. verulega mannbætandi. Áfram Finnur!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÁ,þú segir nokkuð.Hvað skyldi ég eiga í vændum.Ég verslaði í dag og langaði svo í SÍLD í krukku.Svo kem ég heim og ætla aldeilis að bragða á blessaðri SÍLDINNI. OPNA KRUKKUNA og set svolítið á Maltbrauðið mitt.Ætla svo að láta lokið á en þá sá ég miður fallega sjón á milli glers og loksins,sem ég ætla ekki að fara nánar út í. Og heldur ekki að gefa upp nafn fyrirtækisins,þau eru nokkur sem koma til greina ( auðvitað veit ég það).   Hvað verður í boði fyrir mig.  Það kemur í ljós á MÁnudaginn.   Kannski ég láti þig vita um mína UMBUN.  Ég bý nefnilega anzi langt frá Fyrirtækinu,ég þarf að koma mér þangað og svo heim aftur.Góða helgi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 04:35

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Láttu mig endilega vita! Auðvitað voru hæg heimatökin fyrir mig þar sem fyrirtækið er á höfuðborgarsvæðinu. Og allt endaði vel. Það hefur ekki alltaf gert það. Eigðu góða helgi Þórarinn.

Bergur Thorberg, 10.11.2007 kl. 07:29

3 Smámynd: Ragnheiður

Frábær saga Bergur og sérstaklega fannst mér þú flottastur að koma með listaverk í skiptum fyrir manninn....

Áttu nokkuð listaverk með bíl á ?

Kær kveðja kæri bloggvinur.

Ragnheiður , 10.11.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæl Ragheiður mín. Það er alveg ótrúlegt hvað ratar inn í verkin mín. Það er aldrei að vita.

Bergur Thorberg, 11.11.2007 kl. 08:41

5 identicon

Komst loksins í fyrirtækið sem framleiddi Síldina sem ég keypti fyrir helgina og ég var ekki par ánægður með(Úlit innihaldsins).Á móti mér var tekið og gert ákaflega lítið úr þessu en fékk skýringar á fagmáli sem hver KVARTVITI hefði getað sagt mér.Ég svo í gamni sagt þér,að ég sagðist ekki vera kominn til að RÝJA FYRIRTÆKIÐ en ég sætti mig við bætta téða KRUKKU og vörur sem dekkuðu akstur úr GRAFARHOLTI 113 RVK og á staðinn(?)og heim aftur. Jæaja þá er nú niðurstaðan úr mínu BÓTADÆMI. KRUKKU FYRIR KRUKKU og 3 sams konar KRUKKUR +1 STÓRA KRUKKU JÓLASÍLD +3 Hálf Dósir AF ÞINGEYINGUM (GR.B.).Góða veislu gjöra skal--eða hef ég annað val.

        SÆLL AÐ SINNI.   (Hvenær skyldi næsti lukkupottur verða hjá okkur?)

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband