Flytja út kaffi til Brasilíu. Samstarfsaðili óskast.

Skutlaði vini mínum eldsnemma í morgun útí Leifsstöð en hann er núna á leiðinni til Brasilíu.(Vorum í sambandi þangað á netinu í nótt og það var 32 stiga hiti í Sao Paulo!!!). Annars getum við ekki kvartað yfir veðrinu hér í Reykjavík, hreina vorveðrið. Það rigndi mikið er nær dró Keflavík og skyggnið var slæmt. Vegna framkvæmda á brautinni er eins gott að fara varlega því merkingar eru ekkert allt of góðar og eins gott að vera vel vakandi. Munaði minnstu að ég keyrði á öfugum vegarhelmingi nálægt Grindavíkurafleggjaranum, en áttaði mig í tíma. Hvað mig varðar er það á teikniborðinu að flytja út kaffi til Brasilíu og hef ég mikla trú á að það gangi upp. Auglýsi hér með eftir samstarfsaðila sem gæti gert þann draum minn að veruleika. Bestu kveðjur frá kaffikallinum. Eigið þið góðan dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góóóð hugmynd ... allt góða kaffið er sent frá Brasilíu svo ekki veitir af góðu kaffi fyrir kaffiþyrsta!  Set þumalinn upp eins og brasilískur er sigurinn!!!!

Gott að vera á þessum slóðum en kaffið er afleitt ....

www.zordis.com, 10.11.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband