Menningartímaritið Dagskrá vikunnar

Dagskrá vikunnar er mest lesna tímaritið á Íslandi. Það er ókeypis. Gæti það skipt máli? Séð og heyrt er í öðru sæti. Það er ekki ókeypis. Er efni þess svona áhugavert? Tímarit sem skarta meiri menningu eru á undanhaldi. Fólk vill afþreyingu. Fólk er forvitið um aðra. Sumir virðast ekki hafa hugmynd um hvað þeir eiga að gera við tímann. Nema drep'ann. Hvað segir þetta okkur um íslenska menningu? Ekki neitt. Alveg heilmikið. Það er líka mjög varhugavert að taka snepil eins og Dagskrá vikunnar með í svona könnun. Fólk kíkir í Dagskrá vikunnar til að sjá hvernig það eigi að verja tímanum sínum fyrir framan sjónvarpið, og þar með oftast endanlega steindrepa þann dýrmæta tíma sem okkur er gefinn á þessari stuttu vegferð okkar á jörðinni. En fólk hefur val. Sem betur fer. Það er bara soldill vandi að velja rétt. Og hver veit svo sem hvað er rétt og hvað er rangt? Ekki ég.
mbl.is Dagskrá vikunnar er mest lesna tímaritið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er þá jafn varhugavert að taka Fréttablaðið og 24 Stundir með í dagblaðakannanir? Þau eru jú fríblöð

Heiða B. Heiðars, 11.11.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

.....auk þess varstu sjálfur afskaplega ánægður með "snepilinn" þegar þitt eigið ágæti var auglýst þar

Heiða B. Heiðars, 11.11.2007 kl. 13:19

3 identicon

Held það segi mest um ágæti Dagskrár vikunnar að Jónas fyrrum ritstjóri missti hægðir þegar hann sá síðustu könnun fyrir hálfu ári. Annað, það eru 2 Dagskrárblöð á höfuðborgarsvæðinu, ef fólk væri bara að leita að dagskrá kvöldsins, hefði lestur Dagskrár vikunnar þá ekki minnkað um helming?

Birkir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Heiða mín. Slakaðu á. Ég er einmitt að velta fyrir mér hvort eigi að bera saman fríblöð og þau sem borgað er fyrir. Orðið snepillinn fer greinilega fyrir brjóstið á þér. Flettu bara upp í orðabók og sjáðu hvað það merkir. Ekki meina ég neitt ljótt með því. Og fyrst þú nefnir að mitt eigið ágæti hafi verið auglýst í "sneplinum" skal ég benda þér á þar var um venjulega auglýsingu að ræða sem ég borgaði fullu verði. Og ég hef auglýst í ýmsum miðlum.Þetta var neðanbeltisaðdróttun um að þið hafið verið að auglýsa mig frítt á sínum tíma. No way!!!!!

Bergur Thorberg, 11.11.2007 kl. 13:52

5 identicon

Ég les nú Dagskrá vikunnar og hef gaman af. Feginn að heyra að skrifin þar eru ekki skítaplögg eins og í Fréttablaðinu. Mér finnst sjálfsagt að borgað sé fyrir auglýsingarnar. Af hverju eru allir svona pirraðir í dag?

Arnar (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

"þar var um venjulega auglýsingu að ræða sem ég borgaði fullu verði."

Hvað meinar þú með venjulega auglýsingu? 

Sævar Finnbogason, 11.11.2007 kl. 16:13

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég hefði kannski átt að sleppa "venjulega". Það hlýtur að vera erfitt að segja til um hvort auglýsingar eru venjulegar. Þetta fer að verða óvenjulega áhugavert.

Bergur Thorberg, 11.11.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband