Hraðsuðan 4--- Leitin að Alfreð

Hraðsuðan var með frétt um það um helgina að Loftsteinninn Alfreð myndi lenda á lóð Orkuveitunnar, en Alfreð þýðir eins og nafnið gefur tilefni til, algjört freð, mesta mögulega frost. Enn hefur þó ekki sést til hans og mun Hraðsuðan fylgjast grannt með gangi mála. Það er von manna að ískaldur steinn eins og Alfreð muni geta kælt niður andrúmsloftið nægilega mikið þannig að menn hafi nægilega orku til að kljást við alla þá milljarða sem spýtast nú úr borholum landsmanna. Eitt er þó víst að skaffa verður iðnaðarráðherra svefntöflur og kaupa eitthvað annað en barnabókmenntir handa forsætisráðherra svo hann geti farið að starfa með fullorðnum á nýja leik.
mbl.is Gæti sín á stóryrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt gaddfreðnir séu í framan, virðast menn innst inni, ekki lausir við áhugann á því að fara æfðum höndum um það sem þeir hafa og oftast er til reiðu, svo ég leyfi mér að vitna í hinn sænska föður billjarðsins - Gustav Wasa.

Alltaf kemst ég í gegnum ruslpóstvörnina!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband