Ís-Dan--- Svísland-- Algjör sökksess

Ekki eitt einasta augnablik efaðist ég um að Danir yrðu Evrópumeistarar í handbolta. Og auðvitað vissi ég líka að Íslendingar myndu spila illa á Evrópumótinu. Skýringin er einföld. Þar sem Danmörk er okkar ferskasta nýlenda þá hefur allt hugvit úr íslenskum handbolta verið flutt út til Danmerkur. Þar eru aðstæður miklu betri á allan hátt allt miklu ódýrara (sérstaklega bjórinn eftir leiki) og árangurinn eftir því. Næsta skref (svo að allur heimurinn viti nú hvað þetta fjallar um)er að sameina landslið þjóðanna undir nafninu Ís-Dan sem hefur gefist svo vel hér á landi, samanber Grótta-KR. Næsta skref er svo útrás til Svíþjóðar og þar verður til annað landslið undir nafninu Svísland og leikmenn tala saman á svíslensku. Og þetta er bara byrjunin. Hverjir eru bestir?????????????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband