Strúturinn stingur hausnum í sandinn ef Arsenal tapar

Það er Arsenalmaður hér á blogginu og fer hann gjarnan hamförum ef Arsenal vinnur leik og svo stekkur hann hæð sína í loft upp (sem ég veit nú reyndar ekki hver er) ef Tottenham tapar leik. Hann kommenterar oft á enska boltann og þó ég sé nú áhugamaður um fótbolta hef ég nú ekki verið að blogga um hann. En það ríkti alger þögn þegar Tottenham rótburstaði og niðurlægði Arsenal í síðustu viku 5-1 og samanlagt 6-2 í Carling cup. Skrýtið. Kannski hann hafi bara verið skák og mát? Samskonar afneitun í gangi og hjá þjálfara Arsenal og "stjörnuleikmönnum" liðsins? Hausinn í sandinn? Hvað veit ég.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þá vil ég stinga hausnum eitthvað annað!  Inn um dyr og sjá eitthvað sniðugt, stinga fjöðrum í haddinn væna og njóta gnægtar þess er lífið býður upp á!

nætý nætý! ( Áfram Swansey City) ... hehehe

www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Bergur minn, svona eru næstum allir eldheitir fótboltaáhugamenn. Og þá skiptir engu hvaða lið þeir styðja. Ég er sjálf mikill Arsenalaðdáandi en ég skrifa aldrei um fóbolta nema þann sem ég spila sjálf. Finnst of oft skapast rifrildi hjá fótboltaáhugamönnum. Hefði ég hins vegar lagt það í vana minn að skrifa um fótbolta hefði ég að sjálfsögðu ekki minnst á þennan leik því ég hefði skammast mín of mikið. Almennt vilja menn lítið skrifa þegar lið þeirra tapa, nema þá helst til að vera með einhverjar afsakanir. Jú og svo eru þeir nokkrir sem tala um okkur þegar unnið er en þá þegar leikur tapast.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þar sem tveir boltar koma saman, þar er Kaos!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.1.2008 kl. 08:47

4 identicon

Ach so, Arschenal - nicht wahr?

Gummi Bensen [C6H6] (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:28

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ja wohl. Paa det viset. Just det. Exactly.

Bergur Thorberg, 29.1.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband