Æi, geta þeir ekki verið aðeins lengur í verkfalli?

Nú er kjörið tækifæri fyrir íslenskar sjónvarpsstöðvar að snúa sér að evrópsku efni sem hefur verið úti í horni í dagskrárgerð íslensku stöðvanna frá upphafi. Það hefur sýnt sig svo um munar að evrópskt efni (danskt, enskt, þýskt, sænskt, franskt o.s.frv.) er einfaldlega miklu betra en þessi útþynnta tugga sem rennur upp úr amerískum handritahöfundum (þó með einstaka undantekningum). Nægir að nefna frábæra danska og enska sjónvarpsþætti sem þó hafa ratað á skjáinn. Svo ekki sé talað um frábærar kvikmyndir víðsvegar frá Evrópu og öðrum heimsálfum en Norður-Ameríku. Er ekki nóg komið af þessu Kóka kóla Macdonalds Kentucky kjaftæði, sem ratar inn í flest handrit sem koma frá the Superior Yankees? Það finnst mér.
mbl.is Stórt skref í kjaradeilu handritshöfunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég get mælt með spænskum eðalþáttum sem ekki er hægt að kvarta yfir.  Það mætti vera meira úrval af blönduðu efni þannig að eitthvað væri fyrir alla!

En er ekki sjónvarpsefni keypt inn í "pökkum" og fara innkaup eftir verði??

Sunnudagskaffiskvettukveðjur .....

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Danski þáttaröðin 'Forbrydelsen' er frábær og líka ensku þættirnir um Götuna. Ég er ekki mikið hrifin af amerískum myndum, þær eru oft svo hrikalega væmnar.

Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband