Einhver þarf að bjarga löggunni

Ég held að þetta sé snilldarbragð hjá Dómsmálaráðherra. Hann er ekki bara að hugsa um fá björgunarsveitarmenn í lið með sér til að stilla þeim upp á móti samborgurum sínum á strætum borgarinnar heldur ekki síst til að vernda lögregluna sjálfa, samanber árás útlendinganna á fíkniefnalögregluna forleden dag. Maður sér fíkniefnalögregluna fyrir sér umkringda björgunarsveitarmönnum í sérstökum búningi. Það ætti að auðvelda störf fíknó og auka árangur af starfi þeirra til muna. En samt er eins og hæstvirtur ráðherra sé á förum úr ráðuneytinu og vilji skilja eftir sig sem dýpst sporin á sem flestum sviðum eins og dæmin sanna að undanförnu. 

 

 


mbl.is Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú létt að skilja þetta. Ráðherrar þurfa björgun, þeir nota bara lögregluheitið til að koma því til staðar.

ee (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 20:53

2 identicon

Hvaða kellingaskapur er þetta? Á heimasíðu Slysavarnafélagsins kemur fram "Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring." Er þá ekki eðlilegt að ef það kemur svo upp á að lögregla þurfi á aðstoð að hjálpa, að hún geti leitað til mannskaps sem hefur það að markmiði að hjálpa samborgara sínum, hvort sem það sé lögregla eða hinn almenni borgari? Það sem ætlast er af björgunarsveitarfólki sé að það sinni hinum almennilegum aðstoðarbeiðnum sem lögreglan venjulega sér um, meðan lögreglan getur brugðið sér í meira krefjandi verkefni meðan á hættuástandi stendur. En vissulega ef lögreglan eða dómsmálaráðherra ofnýta sér þessa þjónustu hættir björgunarsveitarfólk að mæta í slík útköll, því þetta eru nú allt sjálfboðaliðar sem fresta sínum reglulegu skyldum til að koma öðrum til hjálpar við erfiðar og krefjandi aðstæður, hvernig sem það er.

Ármann (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Já já Ármann minn. Björgunarsveitarmenn eiga mikið hrós skilið fyrir sín störf og eiginlega ekki hægt að hrósa þeim nóg fyrir frábæra frammistöðu oft við lífshættulegar aðstæður. Ef dómsmálaráðherra fær sínu framgengt verður það að sjálfsögðu að gerast í fullu samráði við þá og þá finnst mér að þeir eigi nú að fá greitt fyrir vikið og það vel.

Bergur Thorberg, 3.2.2008 kl. 23:02

4 identicon

Já, það er satt hjá þér að ríkið ætti að greiða kostnaðinn við slík störf. Björgunarsveitir sinna þegar gæslu fyrir ýmsa einkaaðila í fjáröflunartilgangi til að eiga efni á því að þjálfa sitt fólk og kaupa búnað, svo þeir verði nú betri þegar að því kemur að bjarga fólki.

Ármann (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband