Kellingarnar eru tékkaðar upp í Rangárvallasýslu

Skellti mér út að borða í kvöld. Á næsta borði sat kelling (má maður segja kelling?), sem talaði ekki um neitt annað en mat við borðfélaga sína(fyrirgefiði, ljótt að hlusta milli borða en hún talaði bara svo hátt). Hún talaði um svið og málbein, skötu og hamsatólg, hákarl og harðfisk og hvernig mamma eldaði hrossakjötið og hvernig lýsinu var hellt út á og signa fiskinn og grásleppuna og............. svo....... kom ein saga í restina af kellingunum í Rangárvallasýslu sem þurftu að pissa úti þegar kalt var í veðri skelltu sér á hækjur og bunan fraus niðri við jörð og þá lyftu þær sér örlítið og bunan fraus ofar og þær lyftu sér og bunan fraus enn og á endanum stóð niður úr þeim svakalegt grýlukerti en þeir sem stóðu álengdar sáu ekki betur en það væri hreinlega verið að tékka þær upp...... Ég heyrð'ekki meir því ég var búinn með desertinn....... En svei mér þá, ég er ennþá með kæst lýsisbragð í munninum og borðaði ég þó bara afbragðsgóða lambasteik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er í góðu lagi að tala um kellingar ... kellingar eru krúttkonur!  Hvað voru borðfélagarnir á hinu borðinu eiginlega að fá sér með alla þessa matarumræðu?

Lambakjöt hljómar "þokkalegaa"

www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Hvað heldurðu? Auðvitað gamlan úldinn íslenskan mat, enda Þorrinn skollinn á. Ég vil samt taka það fram að mér finnst Þorramaturinn alveg ágætur en ég kaupi ekki alveg þetta með hrossakjötið og lýsið.....

Bergur Thorberg, 3.2.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband