Nýi tíminn og gamli tíminn

Nýi tíminn og gamli tíminn mættust örskamma stund í kvöldfréttum RÚV í kvöld, í líki Dags B. Eggertssonar annars vegar og Ólafs F. Magnússonar hins vegar. Rætt var við þá örstutta stund um niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Án þess að fara efnislega mikið út í hvað þeir sögðu, þá blasti við, að Dagur talaði eins og sannur Íslendingur og sannur heimsmaður er hann talaði um framlengingu Hljómskálagarðsins, bryggjubyggð í Nauthólsvík og ný tækifæri fyrir menntastofnanir og fleiri, en Ólafur muldraði eitthvað um að fagleg niðurstaða um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar yrði að liggja fyrir áður en lengra yrði haldið. Hvers eigum við að gjalda, Reykvíkingar, að búa við þá stjórn sem nú ríkir í borginni okkar? Ég spyr???????  


mbl.is Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg burtséð frá stjórn eða óstjórn Reykjavíkur þá má fólk ekki gleyma því að Reykjavík er höfuðborg allra íbúa Íslands og flugvöllurinn er ekki einkamál reykvíkinga.Þannig að allar bollaleggingar og skýjaborgir draumóra fólks um vatnsmýrina eru ekki raunhæfar svo lengi sem ekki finnst annað jafngott eða betra flugvallarstæði.Keflavíkurflugvöllur er ekki kostur nema auðvitað stofnanir og sjúkrahúsin flytji á suðurnes líka. Og þar utan held ég ekki að efnahagsástandið og skuldastaða íslendinga leyfi þær framkvæmdir og þann kostnað sem þeim fylgir næstu árin og jafnvel áratugi.Þannig að skipulagtillögurnar sem kynntar voru í dag eru bara draumórar hálf gjaldþrota fólks sem ekki hefur pening fyrir skuldum,hvað þá meira.

púki (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Eins og ég er margbúin að segja  þá stenst þetta aldrei, hvorki að skynsemi né lagalega. Flugvöllurinn fer aldrei.

Sturla Snorrason, 14.2.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er að hreinsa sálina af fréttarugli og pólitíkusum, vil ekkert vita... en hef brennandi áhuga og skoðanir á mannbroddum úr síðari heimstyrjöldinni, þeir bjarga lífinu hérna á Reykjalundi. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Eva: Ég ætti að gjöra slíkt hið sama. Og mannbroddarnir, þeir virka áhugaverðir. Kveðjur.

Sturla: Vittu til. Flugvöllurinn fer. Hvenær? Það veit enginn ennþá.

Púki: Ég er ekki vanur að svara nafnlausum en ég er hjartanlega sammála þér um að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna. Og annað flugvallarstæði kemur til með að finnast. Þó síðar verði. Sannaðu til. Nýjar og ferskar hugmyndir eiga oftar en ekki erfitt uppdráttar. Það er ekkert nýtt við það.

Bergur Thorberg, 14.2.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aðalflugmiðstöð fyrir innan- og utanlandsflug í Keflavík, tenging með hraðlest við Reykjavík (verður hægt að stíga inn í hana innan húss í nýju flugstöðinni, sem óhjákvæmilega þarf hvort sem er að reisa í nánustu framtíð, þar sem sú gamla er þegar sprungin).

Neyðarflugvöllur vegna sjúkraflutninga í eða við Reykjavík.

Þannig sé ég framtíðina fyrir mér. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband