Hryðjuverk valdhafanna

Það líður varla sá dagur að ekki berist álíka fréttir og þessi um heimsbyggðina. Barn í Saudi-Arabíu hálshöggvið fyrir nokkrum vikum, maður dæmdur til dauða í Íran fyrir mjög svo hóflega áfengisneyslu fyrir skömmu og svo þetta núna. Menningarheimarnir ólíkir, já, en kommon. Þessar fréttir berast frá löndum sem vestræn ríki eiga í mjög miklum samskiptum við án mikillar samvisku og auðvitað mega mörg vestræn ríki taka til í sínu réttarkerfi. Okkur hryllir við þessu og sem betur fer eru til samtök sem reyna sitt besta til að vekja athygli á þessum hryllingi en þau hafa því miður ekki hið pólitíska vald, sem gæti afstýrt honum. Og svo er náttúrulega saklaust fólk brytjað niður um allan heim í nafni trúar eða réttlætis. Skömm, skömm, skömm..........
mbl.is Sádi-arabísk kona bíður aftöku fyrir galdra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Jamm... þessi ríki eru svona 400 árum á eftir Vesturlöndum að þessu leyti -

Púkinn, 18.2.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ótrúlegt hvað er hægt að gera í skjóli trúarbragða..............Ef konan væri svona göldrótt þá væru allir sem að málinu kæmu löngu orðið steingellt lið. En sjálf ku ég vera komin af sauðaþjófum og galdrakerlingum að vestan

Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband