Konur og upplýstir karlmenn...... allir í Spron.......

Það hlaut að koma að því að kafteinninn yfirgæfi hið sökkvandi skip. En ekki síðastur eins og alvöru kafteinar gera yfirleitt. Í staðinn fyrir að viðurkenna mörg mistök sem gerð hafa verið á síðustu misserum í Spron velur stjórnarformaðurinn að koma fram með hraðsoðnar afsakanir um slæmar aðstæður erlendis og afsaka á mjög svo ósannfærandi hátt gífurlaun forstjóra sem greinilega er ekki starfi sínu vaxinn, þó hann sé búinn að velkjast um í bankakerfinu svo lengi sem aldnir menn muna. Og svo er hann verðlaunaður fyrir! Hluthafar, hafandi trú á fyrirtækinu, borga brúsann. Það er klíkulykt af þessu Spron dæmi og yfirklóranir stjórnarformanns, hjákátlegar. Nú er búið að keyra skipið í kaf og nú eiga aðrar konur að redda því sem reddað verður af því að konur eru svo hagsýnar og kunna að sýna ráðdeild. Þetta eru nánast orð stjórnarformannsins. Og svo rúsínan í pylsuendanum: Konur og upplýstir karlmenn beina í auknum mæli viðskiptum sínum til fyritækja sem sýna jafnrétti í verki. Þar hafið þið það. En hvar eru hinar upplýstu konur? Hvar hefur þessi kona, sem nú yfirgefur Spron, verið upplýst? Í ljósi kolkrabbans? Eða SÍS? Eða bara í gamalli ljósmynd af gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki, sem aldrei var á hlutabréfamarkaði? Spyr sá sem ekki veit. Ekki á ég krónu í Spron.


mbl.is SPRON hefur goldið fyrir ytri aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

markaðir í evrópu  og bandaríkjunum hafa ekki lækkað neitt að ráði miðað við íslaenska hlutabréfamarkaðinn frá áramótum...dax í þyskalandi um 2%  breski litlu meira , norðurlanda markaðir undir 10%  bandarískir hlutabréfa markaðir undir 5% og svo mætti áfram telja , en sá íslenski um hvorki meira né minna en 22% og spron er eitt fyrirtækja sem leiðir lækkuninna og hefur lækkað um 37% frá áramótum.

steiner (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir hvert orð í þinni grein.  Eg er nú ekki svo heppinn að eiga ekki hlutabréf í Spron.  Það er ótrúlegt að enginn skuli sæta ábyrgð í stjórn Spron, og sala stjórnarmanna fyrir skráningu skuli ekki hafa leitt til lögsóknar á stjórnendur Spron.

haraldurhar, 27.2.2008 kl. 23:49

3 identicon

Af færslu þessari að dæma sést að þú veist ákkúrat ekki neitt um hvað þú ert að tala!

Ókunnug (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband