Kæru bloggarar....hér höfum við verið festir á mynd

Ef þið beinið augunum ykkar marglitu aðeins ofar, þó ekki væri nema eitt augnablik, rétt á meðan þið lesið milli þessara lína, þá er hugsanlegt að þið sjáið ykkur sjálfa stara. Og mig líka. Ef einhver skyldi kannast við mig á því sem blasir við, þá er sá hinn sami, vinsamlega beðinn um að hafa samband. Vegleg fundarlaun í boði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Rosalega eru margir bloggarar sköllóttir?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, þú ert glöggur maður, Kreppumaður. Og allir inn við beinið.

Bergur Thorberg, 29.3.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

þú gerir alveg frábærar myndir ... maður ætti nú að eignast allavega eina...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.3.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Gaman að sjá þig hér Bergur. Mér sýnist bloggin þín vera með þeim skemmtilegri eins og við var að búast, hlakka til að sjá meira.

Morgunverkin á sunnudegi: Kaffi, sígó og blogg.

Kristbergur O Pétursson, 30.3.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju er ég ekki með á myndinni?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Það er hugsanlegt Jenný mín að þú sért utan gluggans því frummyndin er það stór að hún komst ekki öll fyrir í glugganum. Kíktu samt betur.

Meistari Kristbergur og Margrét: Takk fyrir hlý orð.

Bergur Thorberg, 30.3.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þú ert dýpri en sjálft Þingvallavatn - megi allar murtur hins helga vatns lúta h-andleiðslu þinni ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.3.2008 kl. 12:11

8 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þessi er skemmtileg og hleypti brosi á mínar varir. Verðurðu kannski með myndir á einhverju kaffihúsi borgarinnar í apríl?  Er á leið í heimsókn til heimahaganna. Væri gaman að sjá eitthvað af verkum þínum live.

Kær kveðja

Kolla

Kolbrún Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband