Fullur á frönsku- franska byltingin

Nú getur maður ekki orðið fullur á sænsku lengur af Absolut vodka. Héðan eftir verður það upp á franskan máta. Drykkjuvenjur breytast væntanlega úr helgardrykkju yfir í dagdrykkju. Hvort er betra eða verra verður bara að koma í ljós. Og kannski lagast frönskukunnáttan, sú sænska er allt í lagi. Ég ætla að panta mér ferð til Parísar til að fullnuma mig í frönskum drykkjuvenjum svo ég geti borið það með sóma að verða Absolut franskfullur, hvar sem ég er staddur hverju sinni. Að vera fullur á sænsku var ekkert svo spennandi þegar maður lítur til baka. Ég vil taka það fram að ég er Absolut ekki fullur þegar ég skrifa þesar lííííííí...nur. En Absolut: Eigið þið góðan dag.
mbl.is Sænskur vodki verður franskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Hlöðversdóttir

Þú samt sko gerir þér grein fyrir því að verða fullur á frönsku þá verður þú að hafa sma rauðvínsslettu með, bara svona til að ná fram rétta bragðinu, en hvernig absolut og rauðvín fara saman skal ég ekkert vera að tjá mig neitt um..

Jóhanna Hlöðversdóttir, 31.3.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Langaði bara að þakka þér fyrir að setja mig sem bloggvin. Það er absolut æði.

Kveðja Bylgja á Myglumelnu  

Bylgja Hafþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Ekki nú vera að flækja málið. Ég hef absolut nóg með eitt í einu. Seinna get ég hugsanlega tjáð mig um samsullið en vona þó að ég sleppi við það.

Bergur Thorberg, 31.3.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Já vínmenning fransmanna á sér vart neina líka. Og það er fagurt víða í Frakklandi, svo sem í héraðinu Cognac, einnig í Armagnac. Þeir eru hittnir á örnefnin frakkarnir. Það örlar á þessari örnefnagáfu hér á klakanum, til dæmis á Snæfellsnesi: Brugghellir, Brennivínskúlur, Ölkelda. Sagt er að oft sé sopið af stút í Sundsvall í Svíþjóð. Ég man eftir grænlenskum rækjutogara sem landaði oft í Hafnarfirði  og ég verslaði dálítið af brjóstbirtu við skipverja svo lítið bar á í pásum. Togarinn hét Kassasukk. 

Kristbergur O Pétursson, 31.3.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband