Guðni sjómaður.... skipstjóri á þjóðarskútunni?

Guðni Ágústsson ku hafa opnað umræðu um efnahagsmál á Alþingi í dag. Sagði hann íslensku þjóðarskútuna velkjast um í ólgusjó og framsóknarmenn hefðu raunhæfar leiðir til úrlausnar. Aldrei hef ég haft mikla trú á sjómennskuhæfileikum framsóknarmanna og allra síst að það finnist menn innan flokksins sem stýrt gætu þjóðarskútunni (milli skers og báru). Mér finnst mjög sennilegt að skútan myndi lenda á skerinu eða í túnfætinum á einhverju sjávarbýlinu og sitja þar sem fastast enda leitar hugurinn gjarnan heim þegar gefur hressilega á og þungt er í sjó eins og vanir sjómenn kannast við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband