Pensilstroka undir pari

Þetta hefur verið langur dagur og allt hefur gengið frekar hægt fyrir sig fyrir framan strigann. Það hefur tekið á taugarnar og þolinmæðina að halda einbeitingu. Svo slokknaði ljósið og ég sá ekki línuna sökum myrkurs. Svo þegar rofaði til gat ég ekki verið annað en sáttur við að hafa komist í gegnum niðurskurðinn eins og uppskurðinn forðum. Þegar ég svo leit á strigann sá ég strax að ég var einni pensilstroku undir pari og það kemur til með að nýtast mér á morgun.
mbl.is Birgir: „Ég sá ekki línuna í síðasta púttinu vegna myrkurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Fyrripartur óskar eftir botni:

Botnaðu þetta, Bergur minn,

byrjaðu nú að ríma.

Kristbergur O Pétursson, 5.4.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: www.zordis.com

Ertu að tapa þér í dugnaði ???

Hlakka til að sjá afraksturinn.  Bestu kveðjur úr sólinni!

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Botnaðu þetta Bergur minn,

byrjaðu nú að ríma.

Í Borgarfirði er kerbotninn

bestur í gegnum síma.

(Það segir a.m.k. Eiki bróðir frá Bakka, en hann fór eins og þú veist suður í Borgarfjörð að leita að botninum og hefur ekki sést síðan og höfum við báðir, Gísli og Helgi áhyggjur af því. Það var svo gott að hafa Eika með í að bera sólarljósið inn í bæinn og grafa hryssur úti á túni. En ennþá lekur keraldið því Eiki er ekki ennþá kominn með botninn. Borgarfjörður er náttúrulega stór og mikil sveit en við trúum því, bæði Helgi og ég, að Eiki bróðir og botninn, skili skili sér innan skamms.

Kveðjur í Fjörðinn og í sólina. 

Bergur Thorberg, 5.4.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband