Heiðarleikir

Í gamla daga fór ég oft upp á heiðar. Þetta er enginn hommabrandari. Heiðarnar hafa fylgt mér alla mína tíð. Þess vegna er stundum sagt við mig: "Þú ert heiðarlegur". Og ég sætti mig við það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Eiga Danir ekki svona brandarasafn eins og Hafnarfjarðarbrandara um heiðabúa?

Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Jú, gott ef ekki er. Það er eins og mig minni að þar hafi Íslendingar átt í hlut. Nýfluttir á Jótlandsheiðar. Engin há fjöll og engir djúpir dalir...... bara Himmelbjerget og.....  Og fullt af bröndurm.

Bergur Thorberg, 25.4.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Kreppumaður

Og sauðskinsskóm.

Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Minnistæðasta gjöf sem faðir minn hefur fengið, að eigin sögn, eru vaðstígvél sem hann fékk frá foreldrum sínum þegar hann hafði verið sendur út í sveit og ekki lengur bæjarhæfur eða kannski var tilgangurinn að mann'ann upp. Ekki held ég að hann hafi verið uppivöðslusamur, nema þegar hann var að ná í þá stóru, sem leyndust í gjöfulum ám sem runnu á þeim slóðum. En hann svaf með gjöfina sína (stígvélin) undir koddanum allt sumarið, feginn, glaður og ánægður með, að vera ekki lengur blautur í fæturna.

Bergur Thorberg, 26.4.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband