Gasólétt og brjáluð í kol.

Þó ég sé nú ekki kona og geti ekki orðið óléttur eins og Þórbergur forðum, man ég eftir einni sem var brjáluð í agúrkur á meðgöngunni. En að þungaðar konur séu brjálaðar í kol á meðgöngu, hef ég aldrei heyrt. Það er kannski vegna þess að viðkomandi hafa kolfallið svo fyrir kallinum sem gerði þær kasóléttar? Til að fylgja tíðarandanum, ætti maður kannski frekar að segja: Gasóléttar.


mbl.is Skrýtnar kenndir á meðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef einnig heyrt að þær byrji að borða mold. Það er samt ekki að þeim finnist það gott...það eru einungis efnin sem líkaminn vantar sem þær sækjast í . T.d steinefni.

berglind (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:10

2 identicon

Ókunnug hér á þessum slóðum, en verð að koma minni reynslu á framfæri. Á 3 börn og var alltaf alveg snaróð í ísmola. Ég bruddi ís alla daga og ef ég ekki átti ís fór ég á veitingarhús bæjarins og keypti nokkra plastpoka af ís. Lagði líf og limi í hættu í alls kyns veðrum, en ef veður var of slæmt át ég snjóinn. Á síðustu meðgöngunni var ég líka alveg óð í að komast í að finna lyktina úr uppþvottavélinni þegar hún var nýbúin að þvo..... bara bilun

R.S. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég man ekki hverju ég féll fyrir, en "það" er þarna ennþá 25 árum síðar!

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég man eftir að vinkonur mömmu sögðu mér að þær hafi allar verið sjúkar í kol, nema mamma, þegar hún gekk með einn bróður minn, þá langaði hana ekkert í kol, en þegar bróðir minn var lítil þá sótti hann stíft, að borða öskuna, úr kolaeldavélinni.  Þar voru steinefnin. 

- Ég man líka eftir konu sem sló alltaf öskunni úr sígarettunni upp í sig, hún hafði byrjað á þessu þegar hún var ófrísk af sínu fyrsta barni, og hélt því áfram, út ævina.  Hún var með mjög fallegar skjannahvítar tennur alla ævi.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:04

5 identicon

Heill og sæll Bergur,mér leikur forvitni á því,hvort að þú sért skyldur

Bergi Thorberg sem var settur Landshöfðingi yfir Íslandi árið 1884.? 

Númi (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 00:06

6 identicon

Gasóléttar? Er það meðganga sem endar með alllöngum viðrekstri? Mér er málið nokkuð óskylt, þar eð ég kláraði aldrei viðrekstrarfræðina.

G. Benzen (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband