Norskur þorskur í slorrétt

Um 700 manns lágu undir hátíðarköldu sverði í boði forseta Íslands á Bessastöðum Bjarnasonar í gær til heiðurs Friðriki krónuprinsi Danmerkur og eiginkonu hans Mary krónuprinsessu. Margt girnilegra frétta var á platseðlinum, flestir gestir fengu norskan þorsk í slorrétt, flatreiddan af að hætti þúsund þjáðra þjóða. Í aðalfrétt var svíslenskur fjallahryggur með Kaprísósum, furðuhnetum og mauksultu. Í eftirfrétt voru guðrænir ávextir að leika sér við íslenskan klaka. Munu allir hafa lifað þessa veislu af og er það vel.
mbl.is Stórveisla fyrir prinsinn á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æ, en girnilegt. Þú gleymdir að nefna lífrænt ræktaða kóngósteina með nýju ryki frá Haukadal, og gos með. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/530516/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.5.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já auðvitað. Hvernig læt ég. Gleymi aðalatriðinu. Og skola svo af sér rykið í Gullfossi.

Bergur Thorberg, 6.5.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband