Flótti úr borginni?

Hitti kunnan athafnamann í gær. Sá sagðist vera að flytja úr borginni eftir áratugabúsetu. Sagðist ekki lengur þola þessa ringulreið sem ríkti í stjórnkerfi borgarinnar. Eitt í dag. Annað á morgun. Ekki mjög gáfulegt að byggja atvinnustarfsemi á, þar sem allt gæti breyst á einni nóttu. Geðþóttaákvarðanir misviturra manna gætu hæglega rústað starfsemi hans á einni nóttu. Best að drífa sig strax og leyfa þeim að leika sér áfram í sandkassanum. Það er svo saga til næsta bæjar, að meirihluti sem mælist með 28% fylgi geti setið áfram við völd. Ég er ansi hræddur um, að í ríkjum sem við berum okkur svo gjarnan saman við, væri löngu búið að boða til nýrra kosninga. 
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Það kæmi manni ekki á óvart að sjá fólk með allt sitt hafurtask á kerrum og straumurinn slíkur út úr borginni að líkja má við flótta fólks í stríðshrjáðum borgum erlendis. Ólafur blessaður er kominn þvert á það sem hann hefur alltaf sagt sjálfur, að hann vinni með fólkinu. Þvílíkur brandari þessi maður er orðinn og öll borgarstjórnin!!!!!!!

Himmalingur, 25.5.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband