Dagur barnsins

Í tilefni af degi barnsins tek ég mér leyfi og birti ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem mér hefur alltaf hugnast sem gott skáld. Ljóðið heitir "BARNAGÆLA".

segðu mér sögu

segðu mér söguna af því

þegar þú dast í sjóinn

þegar þú braust rúðuna

þegar þú tjargaðir hanann

þegar þú kastaðir grjóti í gumma

þegar þú söngst klámvísuna fyrir ömmu þína

þegar þú laugst að afa þínum

þegar þú skiptir um haus á fiskiflugunum

þegar þú stiklaðir yfir ána rétt ofan við fossinn

þegar þú skreiðst undir girðinguna á rósuhústúninu

þegar þú drapst rottuna

þegar þú gekkst aftur á bak í poll í sparikjólnum

þegar þú reifst nýju svuntuna

þegar þú drakkst brunnklukkuvatn

þegar þú skemmtir skrattanum á sunnudegi

þegar þú kvaldir ljósið á jólunum

þegar þú hlóst í kirkjunni

þegar þú klifraðir upp á dvergasteininn

þegar þú bentir á skip

þegar þú steigst á strik

þegar þú blótaðir þrisvar í röð

þegar þú varst lítill strákur

eins og ég mamma mín

( Vilborg Dagbjartsdóttir)

Kæru börn: Til hamingju með daginn í dag og alla daga.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst að allir dagar egi að vera dagur barnanna.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.5.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er þér algerlega sammála Guðrún mín. Bara að kaupmennirnir breyti þeim ekki í nammidaga. Best fyrir okkur er líklega að gleyma því aldrei að við vorum einu sinni börn (og vonandi enn, í hjarta okkar).

Bergur Thorberg, 26.5.2008 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband