Hann var einn af þessum stóru

Jæja. Þá er hann allur blessaður. Blessuð sé minning Sydney Pollacks. Það er kannski óviðeigandi að vitna í Stuðmenn og segja "Hann var einn af þessum stóru", en einhvern veginn var það þannig að, ef maður sá nafn hans tengt einhverri kvikmynd, þá var nánast alltaf eitthvað áhugavert á ferðinni. Þannig upplifði ég það að minnsta kosti. Hvort sem hann var bak við myndavélina eða fyrir framan hana. Maðurinn sjálfur var nokkurs konar gæðastimpill á pródúktið. Enda starfaði hann alla tíð með þeim bestu í bransanum. Margir munu minnast hans og sjálfur get ég farið út á leigu og endurnýjað kynnin þegar ég vil. Það er ekki slæmt. Takk Mr. Pollack.


mbl.is Sidney Pollack látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband