Menningarverðmæti brenna

Einhvern veginn finnst mér ég hafa heyrt um allt of marga eldsvoða í Vestmannaeyjum síðustu misseri. Vonandi eiga þeir svokölluð eðlileg upptök en auðvitað læðist grunur að fólki að brennuvargur gangi þar laus. Ef ég man rétt hefur fólk verið þar hætt komið á stundum. Það er náttúrulega grafalvarlegt mál. Von er að linni. Í sambandi við munina er notaðir eru á Þjóðhátíð, hef ég ekki trú á öðru en Vestmannaeyingar, af sínum alkunna dugnaði, byggi og búi til aðra hluti, en það er þó eftirsjá af þessum "menningarverðmætum" sem fóru forgörðum í þessum bruna. Því allt sem tengist þessari einu sönnu Þjóðhátíð á Íslandi, eru svo sannarlega menningarverðmæti. En það vita Vestmannaeyingar manna best.
mbl.is Eldsvoði í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband