Pottþétt Blanda!

Blanda byrjar með látum. Fimm á klukkutíma. Ég er alinn upp í nágrenni við þetta straumharða fljót og veiddi þar strax á barnsaldri með föður mínum og fleirum. Veitt var á spún í þá daga (ekkert húkk) en aldrei á maðk. Kemur á óvart að laxarnir hafi allir veiðst á maðk, fyrst áin er svona lituð. En Blanda hefur breyst mikið á seinni árum og er nánast stundum tær eins og bergvatnsá. En að dvelja einn dag á neðstu veiðisvæðunum, svíkur engan. Ég veit ekkert hvað dagurinn kostar í Blöndu, sjálfsagt töluvert, svo ég er að hugsa um að láta ekki nostalgíuna ráða að þessu sinni, heldur fara bara í Veiðivötn, sem bregðast aldrei, og hafa málaragræjurnar með í bland við veiðidótið. Pottþétt Blanda.
mbl.is Veiði byrjar vel í Blöndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæll Bergur.  Mig langaði bara að bjóða þig velkominn í bloggvinahópinn minn.  Kveðja héðan úr sveitinni í Bohemiu

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Kærar þakkir Ía. Minn er heiðurinn. Bestu kveðjur úr minni Bóhemíu.

Bergur Thorberg

Bergur Thorberg, 5.6.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband