Pínleg mistök hjá Mogganum

Við listamenn hljótum að fagna umfjöllun um menningu á forsíðu Morgunblaðsins. Þetta er eitthvað nýtt og fylgir kannski nýjum ritstjóra. En í dag var eitthvað sem klikkaði. Sjálfur fór ég í leikhús í gær og sá uppsetningu Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu í Þjóðleikhúsinu. Umfjöllun með mynd um sýninguna er á forsíðunni í dag. Gallinn er bara sá að það er röng mynd sem fylgir fréttinni. Myndin er af uppsetningu leikfélagsins Peðsins á Grand Rokk, sem frumsýnir nú um helgina leikrit Benónýs Ægissonar Skeifa Ingibjargar. (Eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta). Mjög pínlegt fyrir nýjan ritstjóra að byrja svona. Vonandi verður þetta leiðrétt. Vel á minnst: Árleg Menningarhátíð Grand Rokks verður sett nú í dag kl. 18.00. Stendur hún alla helgina og ókeypis er á alla viðburði. (Leiklist, tónleikar, ljóð, glæpasögur, lifandi málun listamanna og í kjölfarið, myndverka uppboð). Nóg um að vera alla helgina. Allir boðnir hjartanlega velkomnir. Sem sagt: Grand Rokk á Smiðjustíg. Það er staðurinn um helgina. Og svo náttúrulega opnunin í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30, á laugardaginn kl. 14.00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara ánægjuleg og ókeypis auglýsing fyrir Peðið - besta mál.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband