Vanda sig... Það er málið

Nú verður að vanda sig. Íslenska þjóðin fylgist grannt með framvindu mála. Ég kom oft að Hrauni á Skaga sem barn og þar er mjög fallegt umverfi, þó afskekkt sé og frekar eyðilegt við fyrstu sýn. Auðvitað verður að huga að æðarvarpinu, viðkvæmt sem það er. Þá væri fróðlegt að vita hve lengi þessir tveir birnir hafi hugsanlega dvalið hér á landi, ef þess er nokkur kostur. Þeir eru kannski að flýja olíu í Alaska? Hver veit? Er ekki hægt að gefa honum að éta? Til að koma honum úr varpinu? Koma þessara tveggja bjarna til Íslands er hið undarlegasta mál. Eru það loftslagsbreytingar sem valda? Eða eru þeir að flýja mannanna verk, sem út af fyrir sig hafa og eru á leiðinni með að valda miklum loftslagsbreytingum. Vanda sig, það er aðalmálið.
mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki flókið það er að kólna í veröldinni og þeir flýja suður  og lausnin er ekki flókinn það er einfaldlega að skjóta skepnuna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.6.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband