21.6.2008 | 09:31
Kormákur er ekki "sá seki"
Sjálfur bý ég neðarlega á Grettisgötunni og fer ekki varhluta af hávaða er hlýst af "góðglöðum" nátthröfnum sem parkera sér fyrir utan húsið mitt eða nota götuna sem hraðbraut út á "lífið" og heim af "lífinu". Sú ferð getur verið bæði hröð og hávaðasöm um helgar. Ekki hef ég lesið umrædd ummæli Kormáks og ekki dettur mér til hugar að kenna honum um það. Vandamálið er miklu stærra en svo að kenna megi þar einum aðila um. Fari hávaðasamir gestir Kormáks og Skjaldar þaðan, finna þeir bara annan stað til að fá útrás fyrir þann hraða sem þeir hafa í sig látið. Hávaði berst frá mörgum "skemmtistöðum" í miðborginni og rölti fólks í annarlegu ástandi, þeirra á millum. Sjálfur fer ég með veggjum ef ég er seint á ferð um helgar, til að vera ekki fyrir fólki sem veitt fátt um, hvað það er að gera. Auðvitað hefur reykingabannið áhrif til aukins hávaða og óláta. Fólk slangrar um með bjórflösku í hendi og sígarettu í kjaftinum, því ekki má það reykja inni. Reykingabannið títtnefnda er dæmi um lögboð, sem ekki var hugsað til enda. Annarlegt ástand margra í miðborginni um helgar er ekki Kormáki Geirharðssyni að kenna eða sambærilegum veitingamönnum. Þar er um þjóðfélagslegt mein að ræða sem við öll hefðum gott af að hugleiða. Ekki síst stjórnmálamönnum úr takt við tímann. Ekki þykir mér gott að missa nætursvefninn eða týna upp glerbrot fyrir utan hjá mér að morgni. En ég hef valið að búa í miðbænum og ég einn get ekki ráðið því hvenær stjórnvöldum finnst tilhlýðilegt að veitingamenn loki dyrum sínum. Í miðbænum um helgar er fólk frá öllum heimshornum, öllum landshlutum og öllum hverfum borgarinnar. Svo má kannski segja að menn skíti ekki heima hjá sér og geri það bara í miðbænum í staðinn. Þetta mál varðar okkur öll og kominn tími til að við uppgötvum það.
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Bergur Thorberg
Kaffimálari með meiru. Málar á hvolfi. Enda latur, annaðhvort í kaffi eða á hvolfi. Ennþá á lífi. Öll málverk og myndir af þeim eru vernduð af Myndstefi (copyright by Bergur Thorberg). Ef þið viljið hafa samband með tölvupósti þá er netfangið: thorberg@thorberg.is
Efni
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 386604
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Ágúst 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
32 dagar til jóla
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- gunnhildur
- zordis
- gudruntora
- einherji
- andres
- eggmann
- salvor
- birgitta
- eythoringi
- ipanama
- stinajohanns
- ferdalangur
- zoti
- hrafnaspark
- linduspjall
- gragnar
- pirradur
- jogamagg
- nimbus
- tomasha
- totally
- brjann
- stebbifr
- hlinnet
- sifjar
- jax
- gummisteingrims
- hlynurh
- bjarkey
- heringi
- vglilja
- fruheimsmeistari
- kolgrimur
- vefritid
- almal
- holar
- hvala
- siggith
- saemi7
- drhook
- ottarfelix
- dofri
- baldurkr
- sveinni
- ellyarmanns
- gudnym
- hrannarb
- skessa
- theld
- bjarnihardar
- sigfus
- omarragnarsson
- prakkarinn
- sij
- vertinn
- kallimatt
- ingibjorgstefans
- icekeiko
- ea
- eirikurbergmann
- steinisv
- joninaben
- fannygudbjorg
- jakobsmagg
- grazyna
- beggibestur
- oskir
- erla1001
- slubbert
- apalsson
- agustolafur
- hannesgi
- alit
- isdrottningin
- ippa
- gudmundsson
- olinathorv
- leikhusid
- joiragnars
- gudjonbergmann
- jevbmaack
- iaprag
- vitinn
- vinaminni
- helgivilberg
- heidathord
- nanna
- kiddirokk
- jonmagnusson
- heiddal
- eldjarn
- gullistef
- overmaster
- jonaa
- eysteinnjonsson
- joninab
- hogni
- jonthorolafsson
- gudni-is
- ktomm
- rannveigh
- hector
- 365
- braxi
- ravenyonaz
- semaspeaks
- palmig
- skinkuorgel
- bene
- bjorgvinbjorgvinsson
- doggpals
- limran
- kjarrip
- sigurdurkari
- mofi
- amman
- evathor
- hugdettan
- audureva
- thorunnvaldimarsdottir
- dunni
- photo
- ruth777
- steinunnolina
- jullibrjans
- kristinhelga
- venus
- martasmarta
- blekpenni
- einarolafsson
- alla
- ringarinn
- bergthora
- bogi
- gustasig
- larusg
- bjornbondi99
- steini69
- skrekkur
- markusth
- brylli
- sverdkottur
- glamor
- raggipalli
- manisvans
- idno
- gullilitli
- almaogfreyja
- komediuleikhusid
- arnaeinars
- lady
- valdis-82
- hoax
- bifrastarblondinan
- holmdish
- opinbera
- robertthorh
- annapanna77
- gebbo
- godinn
- helgadora
- monsdesigns
- skagstrendingur
- malacai
- jari
- evabenz
- helgafell
- mynd
- turettatuborg
- kristbergur
- ylfalind
- fidrildi2707
- kristinnsig
- krissa1
- kreppu
- gudrunfanney1
- einfarinn
- lillagud
- gruvman
- totinn
- magnolie
- kristbjorg
- lovelikeblood
- sigrunsigur
- asdisran
- must
- bylgjahaf
- siggagudna
- vertu
- liso
- johannahl
- kisabella
- raksig
- peturorri
- himmalingur
- hildurhelgas
- jyderupdrottningin
- mannamal
- sjonsson
- elisabeta
- einaroddur
- fhg
- megadora
- hthmagn
- svavarthai
- thurygudm
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- hreinsamviska
- kreppan
- lucas
- johannesgylfi
- little-miss-silly
- arnim
- stingistef
- annaragna
- arnaringvarsson
- agustg
- taoistinn
- birkir
- gisgis
- gattin
- esgesg
- elinsig
- gelin
- gotusmidjan
- hjordiz
- disdis
- holmfridurge
- minos
- haddih
- krist
- omarbjarki
- pattyogselma
- ragnar73
- sigurbjorns
- svanurg
- savar
- toshiki
- vala
- kermit
- thorrialmennings
Athugasemdir
Mikið er ég sammála því sem þú ert að skrifa hér. Ég má geta þess að ég starfaði í miðbænum í 11 ár og þá yfirleitt frá 21-09 einum klukkutíma til eða frá. Alltaf var verið að kvarta yfir hávaða, og lögreglan kom og lét vita að við hefðum fengið kvörtun, svo skemmtilega vill til að við héldum einu kvöldi til og höfðum tónlist í lágmarki það myndaðist orlítið þvingað partý á staðnum það var óvenjulega hljótt þessa nóttina lögreglan keyrði upp að og tilkynntu kvörtun um hávaða. Þeir spurðu mig um leið hvenær við hefðum lokað, en málið var að staðurinn var fullur af fólki, klukkan var vart slegin 03:00 og það var laugardagskvöld.
Svona smá saga sem er lýsandi dæmi fyrir suma sem dvelja í miðbæ Reykjavíkur, flytja þangað og ætla sér einhverjar breytingar.
Málið er að þó kvartað sé þá eru borgaryfirvöld og ríkisstjórn búin að taka ákvörðun um þetta allt saman, reykningarbann (sem var ekki af hinu góða), lengri opnunartími (sem var gott fyrir veitingarmenn og leigubílstjóra en aðra tel ég ekki), dreifa veitingarekstri lengra uppá laugarveg (hefur ekki hjálpað til við að halda friði í íbúum).
bottom line:
þið sem búið í miðbæ Reykjavíkur og þolið ekki það sem í kringum ykkur þá er best að flytja í úthverfi því þar eru rólegheitin fuglarnir syngja nágranninn verður að slá þegar þú kíkir út að sækja moggan og hinn nágranninn verður að þrífa sparibílinn sinn. Miðbær Reykjavíkur er ekki staður fyrir þá sem sofa laust.
takk
smith (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 10:40
Smith, er þér virkilega alvara?
Þú virðist líta svo á sem að "djammið" sem fylgir miðbænum sé heilagt og gangi fyrir allt annað, er ekki í lagi spyr ég bara?
Þetta sóðasvall er borginni til skammar og ætti ekki að eiga sér stað hverja helgi á kostnað miðborgarinnar og íbúa hennar.
Anna Lilja, 21.6.2008 kl. 12:44
Ég hef farið víð, ég hef verið hér og þar, og ég veit að það er í fáum borgum sem háttarlag skrílsisns er með þeim hætti og það er í Reykjavík. Mér finnst það undarlegur hugsunarháttur hjá mörgum sem hafa sagt skoðun sína á þessu málið að það sé bara náttúrulögmál að miðbærinn eigi að vera undirlagður af hávaðasömum fylliröftum fram til morguns. Okkur virðist skorta alla sjálfsvirðingu. Það að hvetja fólk til að flytja til úthverfanna er ósköp heimskulegt. Hvað gerist svo ef veitingamenn ákveða að opna staði í úthverfunum? Bensínverð mun væntanlega haldast hátt í framtíðinni. Einhvern tíman kemur að því að við áttum okkur á því að það borgar sig að búa í hverfum þar sem maður getur lifað og starfað án þessa að nota bíl. Það mun verða óvinsælla að búa í úthverfum. Þessi þróun er nú þegar farin af stað í Norður Ameríku, á sama tíma og við keppumst við að byggja illa skipulögð íbúðahverfi þar sem allir verða að aka í Bónus til að kaupa brauð. Miðbær Reykjavíkur er stórkostlegur staður, nema þegar skríllinn hertekur svæðið. Sendum fylliraftana, hávaðann, æluna og pissið í eitt alsherjar úthverfi þar sem það getur verið í friði fyrir okkur sem viljum hefja sjálfsvirðingu okkar uppá hærra plan.
Jónas Einarssson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:24
Varðandi usla næturlífsins í Reykjavík.
Fyrst vil ég nú segja að ég er hjartanlega sammála Jónasi Einarsyni varðandi þróun miðborga víðsvegar.
Það sem við höfum lært er að ekki skiptir máli á hvaða tímum staðir loka, heldur er vandamálið að þeir loki allir á sama tíma.
Það sem þarf er að dreifa álaginu yfir morguninn, daginn, kvöldið og nóttina.
Það er engin lausn að stytta eða lengja opnunartímann á veitingastöðum ef það gildir eins fyrir alla. Lausnin liggur í fjölbreytileikanum á því sem er í boði.
Það ætti ekki að vera hægt að kalla allt næturklúbb sem hefur veitingaleyfi. Þar liggur okkar helsta vandamál.
Áheyrslubreyting ætti að vera í skilgreiningum á veitingarekstri, með skýrri reglugerð.
Veitingarekstur er fjölbreytt rekstrarform, dæmi:
- Næturklúbbur er staður sem ætti einungis að vera opinn um helgar, hann opnar seint og lokar seint (t.d 23-07.00) Hann selur einungis áfengi og fengi ekki leyfi til að selja mat. Næturklúbbar eru nauðsyn en það þarf mun færri næturklúbba í miðborg Reykjavíkur. Það þyrfti að opna nokkra í Garðabænum og Grafarvogi til að jafna þetta út.
- Krár eru kaffihús á daginn sem selja áfengi á kvöldin alla daga vikunnar. Krár eru ekki næturklúbbar og ættu einungis að vera með leyfi t.d til 01-02.00
- Veitingastaðir selja morgun, hádegis og kvöldmat alla daga, eru með starfsmenn í eldhúsi og þjóna. Fráleitt er að þeir staðir sem selji mat, áfengi og te breytist í næturklúbba.
Veitingastaðir ættu allir að loka t.d 01.00
-Kaffihús selja ekki áfengi og mættu vera með opið allan sólarhringinn ef þeim fýsir.
-Bar sem ekki selur kaffi á daginn og opnar einungis á kvöldin alla daga, ætti að vera með leyfi t.d 02.00
Þetta eru gróf dæmi en með þessum breytingum í þessa átt er verið að dreifa álaginu, það er ekki lengur verið að neyða miðbæ Reykjavíkur að leggja undir sig íbúasvæði nálægt veitingastöðum, í einn stóran tíu þúsund manna skemmtistað á sama tíma þar sem öll skúmaskotin breytast í almenningssalerni.
Heldur myndast val, það eykur flæði gesta og minnkar álag.
Ég vona að þessi hugmynd um fjölbreyttann opnunartíma leggist vel í ykkur. Svona er þetta eins og þið eflaust vitið nú þegar, í flestum, ef ekki öllum nágrannalöndum.
Að sama skapi mættu þessir staðir opna mun fyrr á daginn, þá myndi skapast meira líf yfir daginn.
Það ætti að hjálpa til. Ég vil minna ykkur á að fjölskyldurnar sem sendu frá sér yfirlýsinguna hafa búið á þessum stað í þrjá til fjóra ættliði. Þeim eins og mér líkar vel við miðborgina eins og hún er. Þetta snýst aðallega um örlitla sanngirni og skynsemi.
Með þökkum um áheyrn sendi ég ykkur líka mínar bestu kveðjur
Jóhann Meunier
Miðborgarbúi
Jóhann Meunier (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:22
Þetta finnst mér mjög svo skorinort og djúp skilgreining á því ástandi sem ríkir nú í miðbæ Reykjavíkur og góðar hugmyndir um hvernig það gæti orðið. Ég veit ekki hvað veitingamenn segja, þeir, margir hverjir, reka í dag nokkurs konar fjölnota staði, til þess líklega að ná eins mörgum krónum í kassann og mögulegt er. Það leiðir óhjákvæmilega til minnkandi gæða staðanna og virðing hins "almenna borgara" sljákkar í samræmi við það. Að vísu lagar þetta ekki sjálfkrafa skrílslætin á götunni, þar þarf annað að koma til, en myndi líklega vera spor í rétta átt. Svo má einnig benda á að við berum okkur oft saman við miklu stærri borgir úti í heimi, þegar kemur að þessum málum og er það að mínu mati ekki alltaf rétt. Reykjavík er jú smáþorp miðað við þær. Maður hefur heyrt ansi ljótar sögur af smáborgum t.d. á Englandi, þar sem ástandið er síst betra en í miðbæ Reykjavíkur um helgar. En Jóhann: Hugmyndir þínar eru góðar og ég tek undir þær.
Bergur Thorberg, 23.6.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.