Akureyri. Ólátabær?

Hvað er í gangi í höfuðstað Norðurlands? Þessum annars friðsemdarbæ. Það eru álíka margar fréttir sem berast af alls kyns ólátum þaðan og úr miðbæ Reykjavíkur. Af fréttum að dæma er allt á kafi í eiturlyfjum með tilheyrandi ofbeldi. Við munum eftir götuóeirðunum á bíladögum og ýmsu fleiru. Þetta er grafalvarlegt. Þó hefur mér stundum fundist að lögregla hafi gert úlfalda úr mýflugu í ýmsum málum en það á nú við um fleiri lögregluumdæmi á landsbyggðinni. Maður hefur séð forsíðufréttir í stílnum: Tekinn með 0.3 grömm af hassi. Það hljóta að vera hin stórhættulegu hörðu efni og vaxandi ofbeldi sem lögreglan á að einbeita sér að. Það finnst mér. 
mbl.is Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

slæmt mál en ef ég þekki norðanmenn rétt þa seigja þeir pottþétt að þetta sé annaðhvort utanbæjarmenn eð AA menn (Aðfluttir Andskotar) :D

Elli (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eiturlyfjaneysla er mæld í öllum norðurlöndum nema Grænlandi 1 - 3% af íbúafjölda, og hlutfallslega minni í í borgun heldur enn smábæjum. Skemmtilegt komment hjá Ella þarna!..

Óskar Arnórsson, 27.6.2008 kl. 11:11

3 identicon

Þetta hljómar nú bara eins og allir meðlimir beggja gengjanna okkar hafi tekið þátt!

Akureyringur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband