Nostalgíuflipp og veðurblíðuvax

Nú fer ég á nostalgíuflipp. Nú verð ég að drífa mig austur og endurnýja kynnin af síðasta vetri. Finna slydduna leika um líkamann og þvo burtu þetta veðurblíðuvax sem hefur sest á mann undanfarnar vikur. Úff. Það verður svalt og hressandi maður. Maður lifandi.
mbl.is Varað við snjókomu og hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ó... Ég hélt að veðurblíðuvax væri sérstök snyrtistofumeðferð sem blómarósir færu í til að leggir þeirra yrðu sómasamlegri í stuttum 'veðurblíðukjólum'

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Nei nei nei Alla mín. Þetta leggst á alla sem dvelja lengi í veðurblíðum. Í miðjum klíðum, mest uppi í hlíðum og eru ekki í síðum og sleppir engum, hvorki ljótum né fríðum.

Bergur Thorberg, 27.6.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband