Góður vinur lögreglunnar gripinn af sérsveitinni í Grímsey

Jahá. Eru nú ofbeldismennirnir að flýja fastalandið og farnir að herja á friðsama eyjarskeggja? Að senda þurfi sérsveitarmenn út í Grímsey finnst mér nú bara stórfrétt. Það er nú leitun á betra fólki en sem byggir Grímsey og nú fær það ekki lengur að vera í friði fyrir ribböldum með hnífa og barefli. Ég setti inn stutta færslu í gær um ólætin sem hafa verið á Akureyri undanfarið og ég ætla rétt að vona að allt hafi verið með kyrrum kjörum þar á meðan sérsveitarmennirnir brugðu sér af bæ. Er ofbeldi að aukast stórlega í okkar samfélagi eða er fréttaflutningur samtímans bara orðinn öflugri en áður var? Ég held að það blasi við að það sé að aukast. Við Íslendingar verðum að spyrna duglega við auknu ofbeldi, hvort sem það á sér stað á almannafæri eða inni á heimilum landsins. Sú viðspyrna verður að speglast í viðhorfum fjöldans og í réttarkerfinu. Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann og leita orsaka aukins ofbeldis, hvar sem það kemur fram og hvenær sem er. Að lokum: Ég hef aldrei skilið orðið "góðkunningi" lögreglunnar. Orðið sjálft gefur til kynna að þetta séu bestu vinir lögreglunnar. En það er nú víst ekki þannig, skilst mér.
mbl.is Vopnaður maður handtekinn í Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli kosti að senda þyrlu þarna uppeftir, nokkra sérsveitamenn á launum og ég tala nú ekki um öll fjarskiptin á bak við þetta.

 Svo fær maðurinn kva.. skilorð?

Petur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Bergur Thorberg

nei nei, bara klapp á bakið: Lofarðu að gera þetta aldrei aftur?

Bergur Thorberg, 29.6.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband