Fjörtíu ára stríðið

Á ekki Napóleon að hafa sagt eitthvað í þessa veru: Mér þykir vænna um vini mína en ættingja. Vini mína vel ég sjálfur. Mér þykir þessi frétt segja mun meira um kennara drengsins og stjórnendur skólans en barnið og fjölskyldu þess. Auðvitað hlýtur barnið að vera í fullum rétti að bjóða hverjum sem því þóknast heim til sín í veislu og skólinn hefur ekkert með það að gera. Hlutverk kennarans getur alveg verið að fræða börnin um jafnræði og samkennd, en að grípa inn í með þessum hætti er út úr kú. Annars er fréttin ruglingsleg, því það er sagt að faðir drengsins hafi kvartað við umboðsmanns sænska þingsins, en jafnframt að skólinn hafi farið með málið fyrir sænska þingið. A.m.k. er ljóst að sænska þingið á fyrir höndum vandasamt verk á haustdögum, að úrskurða í þessu mjög svo "flókna" máli. Nú skil ég af hverju Alli frændi hefur ekki talað við mig í 40 ár.
mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband