Hamingjudagar á Hólmavík fjalla ekki um brennivín

Það er einkennilegt hvað mínir kæru vinsælu bloggvinir þurfa sí og æ að blanda brennivíni inn í flestar sínar bloggfærslur. Auðvitað getur brennivín verið bölvaldur í lífi margra, það vitum við öll, meira að segja þeir sem eru ofurseldir því akkúrat núna. En að skrifa langar færslur um myndarlegar hátíðir sem haldnar eru víða um land og færslurnar fjalla að mestu leyti um brennivín, finnst mér keyrt úr hófi. Og að draga svo eina útúr og segja hana mjög svo myndarlega og saklausa, finnst mér smekklaust. Auðvitað er vín haft um hönd á flestum þessum hátíðum, ekkert síður á Fiskidögum en öðrum hátíðum. Sjálfur var ég á Hamingjudögum á Hólmavík sl. sumar með sýningu og þar fór að mestu leyti allt vel fram, enda mikið í þá hátíð lagt og af miklum myndarskap heimamanna. Þar hitti maður fólk alls staðar að á landinu, hlustaði á mergjaðar sögur úr munni aldinna Strandamanna og skemmti sér vel á allan hátt. Brennivín er drukkið um allt land á hverjum degi og ekki síst í henni Reykjavík, með tilheyrandi afleiðingum vegna misnotkunar á því. Við ættum frekar að mæta á þessar hátíðir "edrú" og sýna gott fordæmi og... njóta þess að vera til og... kynnast nýju fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta.
mbl.is „Óhamingja“ á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér... Ég var nú á þessu Hamingjudögum bæði í ár og í fyrra og var alveg bláedrú núna þessa helgi og ég verð nú bara að segja að þessi slagsmál og læti fóru algjörlega framhjá mér og fleirum sem þarna voru með mér.

Steinunn (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka þér fyrir Steinunn. Já eins og ég vissi: Til fyrirmyndar eins og í fyrra.

Bergur Thorberg, 29.6.2008 kl. 21:54

3 identicon

Kynnast hnúum Hólmvíkinga? Þetta eru sko engir höfðingjar heim að sækja.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband