Riðið á Gaddstaðaflötum

Ja nú verður aldeilis riðið í vikunni. Enginn dráttur varð á setningu mótsins, enda eru 1000 manns á staðnum. Það er gríðarleg stemning í liðinu og allt klappað og klárt fyrir klára. Þetta fer allt fram á Gaddstaðaflötum, svo það ætti að ríkja fjölbreytni í reiðmennskunni og auðvitað mjög áríðandi að allir verði í sem bestu standi. Þeir sem vilja ekki vera á Gaddstaðaflötum allan tímann geta þá riðið út og suður í þessari fögru sveit. Samkvæmt fréttinni hafa knapar æft stíft alla helgina, vonandi ekki of stíft, svo þeir standi sig nú vel í reiðmennskunni alla vikuna. Það ríður ekki við einteyming hvað ég skrifa hér, svo þið getið reitt ykkur á, að ég skrifa meira síðar. Og um fleiri áríðandi mál.
mbl.is Allt klárt fyrir klára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afmælismót Samtakanna '78 ?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband