Fátækir og ríkir

Lífið er eintóm hamingja. Það finnst mér. Þrátt fyrir skitustingi hér og þar. Og einhvern skort á sumu stundum. Málið er að brosa framan í heiminn, vera glaðlyndur, þrátt fyrir mótbyr á stundum. Er það ekki? Samt er athyglisvert að samkvæmt þessari rannsókn er fólk hamingjusamara í ríkum löndum en fátækum. Það hefur eitthvað með peninga að gera. Þó svo að á öllum fréttamyndum sem maður sér frá fátækum löndum þá brosir fólk sínu breiðasta á sama tíma og við frá ríkari löndunum er grafalvarleg og með skeifu. Skil þetta ekki alveg en það er ekki von, því vitið er nú ekki meira en Guð gaf forðum. Að Danir séu hamingjusamastir allra þjóða kemur svo ekkert á óvart. Þeim er einfaldlega alveg sama um allt; Þeir eru LIGEGLAD, nema um það, að nýlenduþjóðin Íslendingar skuli vera svo miklu betri en þeir í viðskiptum. Þá verða þeir óhamingjusamir og bandbrjálaðir. Já, svona er nú lífið.
mbl.is Vaxandi hamingja í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Ég finn fyrir þessari vaxandi hamingju, kannski ekki hjá mér, en flestum öðrum.

Kreppumaður, 1.7.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En hvað er vaxandi hamingja?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég e rnú bara nokkud hamingjusöm..Trátt fyrir allt og allt....Bara brosa í gegnum tárin ..ertaekki?????

Knús á tig Bergur minn og brostu vid lífinu tá mun lífid brosa vid tér, tad segir toyota alla vega .

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:32

4 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Ja, þetta með hamingjuna, það er eitt sem ég veit og það er: Hamingja kemur peningum ekkert við. ég er viss um að þó ég væri milli að þá væri ég enþá með sama hausin og sama hjartalagið svo það yrði ekkað svipað bara, en ég tel mig frekar hamingjusama (lang ofast). og felst sú hamingja í fólkinu mín og þá sérstaklega dúllunni minni. Eeee, þetta er allavega mín skoðun. Svo er eitt enn sem ég hef upplifað, ef ég ákveð á morgnanna að í dag sé góður dagur og mér eigi eftir líða vel í dag og vera hamingjusöm og þá gengur það ofast eftir.

knús og sólskinsbros til ykkar. Just be happy 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 1.7.2008 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband